Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 14:09 Gengið hafði verið í skrokk á lambinu áður en það var drepið og voru samkvæmt krufningarskýrslu nokkur rifbein þess brotin. Vísir/Stefán Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal. Samkvæmt krufningarskýrslu liggur fyrir að lambinu var misþyrmt illa áður en gerendurnir skáru af því hausinn, til dæmis eru rifbein lambsins brotin.Vísir fjallaði um málið þegar það kom upp 3. júlí en það snýst um erlenda ferðamenn sem aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Lögreglu var tilkynnt um málið, kom á staðinn og ferðamennirnir, sem voru átta, voru ferjaðir yfir í Fáskrúðsfjörð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Einn mannanna gekkst við lambsdrápinu og var sektaður á staðnum. Lögregla lítur svo á að málinu sé lokið. En svo er ekki. Þeir sögðust vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum og væru hér í fríi.Brotin rifbein og aðrir áverkar„Við eigum, hér hjá Matvælastofnun, að kæra alvarlegt brot er varðar velferð dýra lögum samkvæmt. Þetta er gróf árás. Lambið var krufið og ekki bara var það svo að hausinn hafi nánast verið skorinn af heldur eru ýmsir áverkar á lambinu aðrir. Nokkur rifbein brotin og dýralæknar hér innan húss hefur komist að því að miklir áverkar voru á lambinu aðrir. Krufningaskýrslan sýnir það. Töluverðir áverkar á því,“ segir Esther Hermannsdóttir lögmaður hjá MAST. Samkvæmt krufningarskýrslunni er ljóst að fleiri en einn kom að málum við misþyrmingu á lambinu. Þá liggur fyrir að hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengið í skrokk á því. Kæra MAST byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.Allur gangur á því hvernig kærum á hendur útlendingum er fylgt eftirKæran frá Matvælastofnun var lögð fram nú í byrjun viku. Þó búið sé að ganga frá sektargerð segir Esther að Matvælastofnun beri formlega séð að ganga frá kærunni. Það sé svo lögreglu að ákveða framhald málsins.Sektargerðin snýr að eignarspjöllum, skaða sem ferðamennirnir ollu en hún snýr ekki að broti á dýraverndunarlögum eða lögum um velferð dýra. Samkvæmt heimildum Vísis er allur gangur á því hvernig kærum er fylgt eftir út fyrir landsteina enda getur reynst afar erfitt að fylgja slíku eftir. Til að mynda er meirihluta umferðasekta ekki fylgt eftir enda leiðir það sjaldnast til neins. Fastlega má gera ráð fyrir því að viðkomandi ferðamenn hafi yfirgefið landið. Samkvæmt fyrstu tilkynningu lögreglu telst málið upplýst: "Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.“Málið afgreitt með samþykki ríkissaksóknaraLögreglustjóri á Austurlandi er Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að kæran frá Mast hafi ekki enn borist embættinu. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu. Málið er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Inger í samtali við Vísi. Eins og fram kom á sínum tíma náði lögreglan ekki sambandi við Mast, þá er málið kom upp og fékk lögregluembættið á Austurlandi samþykki ríkissaksóknara til að ljúka málinu með sektargerð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niðurkomnir en við yfirheyrslur gáfu þeir fúslega upp heimilisföng. Hvort við það verður stuðst í framhaldinu liggur ekki fyrir.Ríkissaksóknara ekki ríkislögreglustjóra Uppfært 10:00 20.07.2017 Í fyrri útgáfu fréttarinnar segir að lögreglan á Austurlandi hafi afgreitt málið að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra en þar skolaðist til hjá blaðamanni; hér er að sjálfsögðu um að ræða ríkissaksóknara. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal. Samkvæmt krufningarskýrslu liggur fyrir að lambinu var misþyrmt illa áður en gerendurnir skáru af því hausinn, til dæmis eru rifbein lambsins brotin.Vísir fjallaði um málið þegar það kom upp 3. júlí en það snýst um erlenda ferðamenn sem aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Lögreglu var tilkynnt um málið, kom á staðinn og ferðamennirnir, sem voru átta, voru ferjaðir yfir í Fáskrúðsfjörð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Einn mannanna gekkst við lambsdrápinu og var sektaður á staðnum. Lögregla lítur svo á að málinu sé lokið. En svo er ekki. Þeir sögðust vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum og væru hér í fríi.Brotin rifbein og aðrir áverkar„Við eigum, hér hjá Matvælastofnun, að kæra alvarlegt brot er varðar velferð dýra lögum samkvæmt. Þetta er gróf árás. Lambið var krufið og ekki bara var það svo að hausinn hafi nánast verið skorinn af heldur eru ýmsir áverkar á lambinu aðrir. Nokkur rifbein brotin og dýralæknar hér innan húss hefur komist að því að miklir áverkar voru á lambinu aðrir. Krufningaskýrslan sýnir það. Töluverðir áverkar á því,“ segir Esther Hermannsdóttir lögmaður hjá MAST. Samkvæmt krufningarskýrslunni er ljóst að fleiri en einn kom að málum við misþyrmingu á lambinu. Þá liggur fyrir að hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengið í skrokk á því. Kæra MAST byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.Allur gangur á því hvernig kærum á hendur útlendingum er fylgt eftirKæran frá Matvælastofnun var lögð fram nú í byrjun viku. Þó búið sé að ganga frá sektargerð segir Esther að Matvælastofnun beri formlega séð að ganga frá kærunni. Það sé svo lögreglu að ákveða framhald málsins.Sektargerðin snýr að eignarspjöllum, skaða sem ferðamennirnir ollu en hún snýr ekki að broti á dýraverndunarlögum eða lögum um velferð dýra. Samkvæmt heimildum Vísis er allur gangur á því hvernig kærum er fylgt eftir út fyrir landsteina enda getur reynst afar erfitt að fylgja slíku eftir. Til að mynda er meirihluta umferðasekta ekki fylgt eftir enda leiðir það sjaldnast til neins. Fastlega má gera ráð fyrir því að viðkomandi ferðamenn hafi yfirgefið landið. Samkvæmt fyrstu tilkynningu lögreglu telst málið upplýst: "Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.“Málið afgreitt með samþykki ríkissaksóknaraLögreglustjóri á Austurlandi er Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að kæran frá Mast hafi ekki enn borist embættinu. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu. Málið er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Inger í samtali við Vísi. Eins og fram kom á sínum tíma náði lögreglan ekki sambandi við Mast, þá er málið kom upp og fékk lögregluembættið á Austurlandi samþykki ríkissaksóknara til að ljúka málinu með sektargerð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niðurkomnir en við yfirheyrslur gáfu þeir fúslega upp heimilisföng. Hvort við það verður stuðst í framhaldinu liggur ekki fyrir.Ríkissaksóknara ekki ríkislögreglustjóra Uppfært 10:00 20.07.2017 Í fyrri útgáfu fréttarinnar segir að lögreglan á Austurlandi hafi afgreitt málið að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra en þar skolaðist til hjá blaðamanni; hér er að sjálfsögðu um að ræða ríkissaksóknara. Er beðist velvirðingar á mistökunum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55