Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/valli Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. Fréttablaðið sagði frá því í gær að 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hefðu verið greiddar út til Kára sem hann mun síðan hafa ráðstafað í annað viðburðinum og hljómsveitinni óviðkomandi. Heimildir eru fyrir því að forstjóri Hörpu hafi komið að því að veita Kára fyrirframgreiðsluna. En slíkar greiðslur eru nokkuð sem kunnugir telja óeðlilegt. Svanhildur vildi ekki tjá sig um málið á þriðjudag er Fréttablaðið leitaði skýringa og spurði um hennar þátt. Það væri grundvallaratriði hjá Hörpu að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Í tölvupósti til Fréttablaðsins í gær sver Svanhildur af sér persónulega aðkomu að málinu. Segir hún Hörpu gera samninga við tónleikahaldara sem séu að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Tónleikahaldarinn eigi miðasölu af þeim viðburði sem hann sé ábyrgur fyrir og samningar tónleikahaldara við listamenn séu án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Farið hafi verið í einu og öllu að gildandi samningi. Kveðst hún ekki hafa haft nokkur samskipti við umræddan tónleikahaldara frá því miðasala fór af stað í maí og þar til nú í ágúst. Kári Sturluson kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa staðið við sinn hlut og vænta þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum né skriflegri fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á þessum greiðslum. Svanhildur vildi í gær ekki svara spurningum um málið. Í yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar í gærkvöldi segir að unnið sé í anda samvinnu og trausts að tónleikunum. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. Fréttablaðið sagði frá því í gær að 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hefðu verið greiddar út til Kára sem hann mun síðan hafa ráðstafað í annað viðburðinum og hljómsveitinni óviðkomandi. Heimildir eru fyrir því að forstjóri Hörpu hafi komið að því að veita Kára fyrirframgreiðsluna. En slíkar greiðslur eru nokkuð sem kunnugir telja óeðlilegt. Svanhildur vildi ekki tjá sig um málið á þriðjudag er Fréttablaðið leitaði skýringa og spurði um hennar þátt. Það væri grundvallaratriði hjá Hörpu að tjá sig ekki um einstaka viðburði, viðskiptamenn eða samskipti við þá. Í tölvupósti til Fréttablaðsins í gær sver Svanhildur af sér persónulega aðkomu að málinu. Segir hún Hörpu gera samninga við tónleikahaldara sem séu að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Tónleikahaldarinn eigi miðasölu af þeim viðburði sem hann sé ábyrgur fyrir og samningar tónleikahaldara við listamenn séu án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Farið hafi verið í einu og öllu að gildandi samningi. Kveðst hún ekki hafa haft nokkur samskipti við umræddan tónleikahaldara frá því miðasala fór af stað í maí og þar til nú í ágúst. Kári Sturluson kvaðst í yfirlýsingu í gær hafa staðið við sinn hlut og vænta þess að aðrir aðilar samkomulagsins geri slíkt hið sama. Hann hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum né skriflegri fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á þessum greiðslum. Svanhildur vildi í gær ekki svara spurningum um málið. Í yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar í gærkvöldi segir að unnið sé í anda samvinnu og trausts að tónleikunum.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00