Nýtt stjórnarráð á teikniborðinu og hugmyndir kynntar á 100 ára afmæli lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2017 20:00 Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira