Kemur í ljós í kvöld hvort ríkisstjórn Katrínar hefur 33 eða 35 þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2017 18:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Það kemur í endanlega í ljós í kvöld hver stuðningurinn við væntanlegt stjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikill innan flokkanna, þegar stofnanir þeirra greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Katrín Jakobsdóttir verðandi forsætisráðherra segir það væntanlega koma í ljós í kvöld hvort allir þingmenn flokksins styðji stjórnarsáttmálann. Mest er spennan í kring um flokksráðsfund Vinstri grænna sem hófst á Grand hóteli klukkan fimm í dag. Um hundrað og sextíu manns höfðu skráð sig til fundarins en rétt til setu eiga allir félagar í flokknum. Þeir einir sem eru hins vegar kjörnir í flokksráðið, um hundrað manns, hafa atkvæðisrétt. Reiknað er með að fundurinn standi að minnsta kosti til klukkan níu í kvöld. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag en þótt reikna megi með einhverri óánægju þar á bæ er almennt reiknað með að stjórnarsáttmálinn verði samþykktur nánast samhljóða. Það sama á við um Framsóknarflokkinn en miðstjórn hans kemur saman á hótel Sögu klukkan átta í kvöld.Býst þú við að þetta verði samþykkt með miklum meirihluta í flokksráði? „Það verður auðvitað bara að koma í ljós. En ég tel að við höfum fengið góða niðurstöðu í þessum málefnasamningi og ég vænti þess að mínir félagar í VG muni horfa til þess; hvort þeir telji að við höfum náð viðunandi árangri og viðunandi áhrifum á þau mál sem við teljum mikilvægust. Ég tel svo vera,“ segir Katrín. Ef hún þekki sitt fólk rétt megi hins vegar búast við miklum umræðum á fundinum og fyrir fram gefi hún sér ekkert um niðurstöðuna. En það kemur væntanlega líka í ljós á fundinum í kvöld hvort þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiði atkvæði með stjórnarsáttmálanum eða ekki. En þau greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í þingflokki VG.Áttu von á að þessi tveir þingmenn fylgi ykkur alla leið? „Það kemur bara í ljós á fundinum í kvöld væntanlega. En stjórnin verður engu að síður sett á þótt þau yrðu kannski ekki með? Við erum auðvitað með meirihluta þótt tvo þingmenn vanti upp á,“ segir Katrín. Stjórnarsáttmálinn hefur verið um þrjár vikur í smíðum og í honum er meðal annars gert ráð fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt okkar heimildum. En ráðherrakapallinn gekk ekki endanlega upp fyrr en í dag. „Við vorum bara að lenda þeirri niðurstöðu núna áðan. Hvernig ráðuneytin munu skiptast á milli flokkanna. Þá bíður okkar allra að gera tillögur um hvernig þau ráðuneyti verða mönnuð og það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun.“Ertu búin að gera upp þinn hug með það?„Nei ég er reyndar ekki búin að því.“Þannig að þú ert enn að velja í huganum hverja þú tekur með þér?„Já eins og ég segi við lukum þessu bara áðan þannig að nú þarf maður að leggjast undir felld,“ segir Katrín. Eitt er þó víst að Katrín verður forsætisráðherra ef að líkum lætur á ríkisráðsfundi á morgun og þá önnur konan í stjórnmálasögu landsins til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Hún segir mikilvæg verkefni framundan í stjórnmálunum á Íslandi og vonandi náist um þau öflug samstaða á þingi. „Þannig að jú auðvitað er ég bara brött fyrir þetta verkefni. En ég ímynda mér ekki að þetta sé auðvelt verk. Af því að ég held að verkefnin séu stór og mikil. Þau snúast ekki bara um þessa uppbyggingu sem okkur hefur verið tíðrætt um. Heldur líka vinnumarkaðinn, efnahagslegan stöðugleika. Stór mál á sviði umhverfisverndar og annarra málaflokka. Þannig að þetta verður örugglega mjög spennandi, sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Það kemur í endanlega í ljós í kvöld hver stuðningurinn við væntanlegt stjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikill innan flokkanna, þegar stofnanir þeirra greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Katrín Jakobsdóttir verðandi forsætisráðherra segir það væntanlega koma í ljós í kvöld hvort allir þingmenn flokksins styðji stjórnarsáttmálann. Mest er spennan í kring um flokksráðsfund Vinstri grænna sem hófst á Grand hóteli klukkan fimm í dag. Um hundrað og sextíu manns höfðu skráð sig til fundarins en rétt til setu eiga allir félagar í flokknum. Þeir einir sem eru hins vegar kjörnir í flokksráðið, um hundrað manns, hafa atkvæðisrétt. Reiknað er með að fundurinn standi að minnsta kosti til klukkan níu í kvöld. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag en þótt reikna megi með einhverri óánægju þar á bæ er almennt reiknað með að stjórnarsáttmálinn verði samþykktur nánast samhljóða. Það sama á við um Framsóknarflokkinn en miðstjórn hans kemur saman á hótel Sögu klukkan átta í kvöld.Býst þú við að þetta verði samþykkt með miklum meirihluta í flokksráði? „Það verður auðvitað bara að koma í ljós. En ég tel að við höfum fengið góða niðurstöðu í þessum málefnasamningi og ég vænti þess að mínir félagar í VG muni horfa til þess; hvort þeir telji að við höfum náð viðunandi árangri og viðunandi áhrifum á þau mál sem við teljum mikilvægust. Ég tel svo vera,“ segir Katrín. Ef hún þekki sitt fólk rétt megi hins vegar búast við miklum umræðum á fundinum og fyrir fram gefi hún sér ekkert um niðurstöðuna. En það kemur væntanlega líka í ljós á fundinum í kvöld hvort þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiði atkvæði með stjórnarsáttmálanum eða ekki. En þau greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í þingflokki VG.Áttu von á að þessi tveir þingmenn fylgi ykkur alla leið? „Það kemur bara í ljós á fundinum í kvöld væntanlega. En stjórnin verður engu að síður sett á þótt þau yrðu kannski ekki með? Við erum auðvitað með meirihluta þótt tvo þingmenn vanti upp á,“ segir Katrín. Stjórnarsáttmálinn hefur verið um þrjár vikur í smíðum og í honum er meðal annars gert ráð fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt okkar heimildum. En ráðherrakapallinn gekk ekki endanlega upp fyrr en í dag. „Við vorum bara að lenda þeirri niðurstöðu núna áðan. Hvernig ráðuneytin munu skiptast á milli flokkanna. Þá bíður okkar allra að gera tillögur um hvernig þau ráðuneyti verða mönnuð og það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun.“Ertu búin að gera upp þinn hug með það?„Nei ég er reyndar ekki búin að því.“Þannig að þú ert enn að velja í huganum hverja þú tekur með þér?„Já eins og ég segi við lukum þessu bara áðan þannig að nú þarf maður að leggjast undir felld,“ segir Katrín. Eitt er þó víst að Katrín verður forsætisráðherra ef að líkum lætur á ríkisráðsfundi á morgun og þá önnur konan í stjórnmálasögu landsins til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Hún segir mikilvæg verkefni framundan í stjórnmálunum á Íslandi og vonandi náist um þau öflug samstaða á þingi. „Þannig að jú auðvitað er ég bara brött fyrir þetta verkefni. En ég ímynda mér ekki að þetta sé auðvelt verk. Af því að ég held að verkefnin séu stór og mikil. Þau snúast ekki bara um þessa uppbyggingu sem okkur hefur verið tíðrætt um. Heldur líka vinnumarkaðinn, efnahagslegan stöðugleika. Stór mál á sviði umhverfisverndar og annarra málaflokka. Þannig að þetta verður örugglega mjög spennandi, sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira