Kemur í ljós í kvöld hvort ríkisstjórn Katrínar hefur 33 eða 35 þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2017 18:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Það kemur í endanlega í ljós í kvöld hver stuðningurinn við væntanlegt stjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikill innan flokkanna, þegar stofnanir þeirra greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Katrín Jakobsdóttir verðandi forsætisráðherra segir það væntanlega koma í ljós í kvöld hvort allir þingmenn flokksins styðji stjórnarsáttmálann. Mest er spennan í kring um flokksráðsfund Vinstri grænna sem hófst á Grand hóteli klukkan fimm í dag. Um hundrað og sextíu manns höfðu skráð sig til fundarins en rétt til setu eiga allir félagar í flokknum. Þeir einir sem eru hins vegar kjörnir í flokksráðið, um hundrað manns, hafa atkvæðisrétt. Reiknað er með að fundurinn standi að minnsta kosti til klukkan níu í kvöld. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag en þótt reikna megi með einhverri óánægju þar á bæ er almennt reiknað með að stjórnarsáttmálinn verði samþykktur nánast samhljóða. Það sama á við um Framsóknarflokkinn en miðstjórn hans kemur saman á hótel Sögu klukkan átta í kvöld.Býst þú við að þetta verði samþykkt með miklum meirihluta í flokksráði? „Það verður auðvitað bara að koma í ljós. En ég tel að við höfum fengið góða niðurstöðu í þessum málefnasamningi og ég vænti þess að mínir félagar í VG muni horfa til þess; hvort þeir telji að við höfum náð viðunandi árangri og viðunandi áhrifum á þau mál sem við teljum mikilvægust. Ég tel svo vera,“ segir Katrín. Ef hún þekki sitt fólk rétt megi hins vegar búast við miklum umræðum á fundinum og fyrir fram gefi hún sér ekkert um niðurstöðuna. En það kemur væntanlega líka í ljós á fundinum í kvöld hvort þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiði atkvæði með stjórnarsáttmálanum eða ekki. En þau greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í þingflokki VG.Áttu von á að þessi tveir þingmenn fylgi ykkur alla leið? „Það kemur bara í ljós á fundinum í kvöld væntanlega. En stjórnin verður engu að síður sett á þótt þau yrðu kannski ekki með? Við erum auðvitað með meirihluta þótt tvo þingmenn vanti upp á,“ segir Katrín. Stjórnarsáttmálinn hefur verið um þrjár vikur í smíðum og í honum er meðal annars gert ráð fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt okkar heimildum. En ráðherrakapallinn gekk ekki endanlega upp fyrr en í dag. „Við vorum bara að lenda þeirri niðurstöðu núna áðan. Hvernig ráðuneytin munu skiptast á milli flokkanna. Þá bíður okkar allra að gera tillögur um hvernig þau ráðuneyti verða mönnuð og það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun.“Ertu búin að gera upp þinn hug með það?„Nei ég er reyndar ekki búin að því.“Þannig að þú ert enn að velja í huganum hverja þú tekur með þér?„Já eins og ég segi við lukum þessu bara áðan þannig að nú þarf maður að leggjast undir felld,“ segir Katrín. Eitt er þó víst að Katrín verður forsætisráðherra ef að líkum lætur á ríkisráðsfundi á morgun og þá önnur konan í stjórnmálasögu landsins til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Hún segir mikilvæg verkefni framundan í stjórnmálunum á Íslandi og vonandi náist um þau öflug samstaða á þingi. „Þannig að jú auðvitað er ég bara brött fyrir þetta verkefni. En ég ímynda mér ekki að þetta sé auðvelt verk. Af því að ég held að verkefnin séu stór og mikil. Þau snúast ekki bara um þessa uppbyggingu sem okkur hefur verið tíðrætt um. Heldur líka vinnumarkaðinn, efnahagslegan stöðugleika. Stór mál á sviði umhverfisverndar og annarra málaflokka. Þannig að þetta verður örugglega mjög spennandi, sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Það kemur í endanlega í ljós í kvöld hver stuðningurinn við væntanlegt stjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er mikill innan flokkanna, þegar stofnanir þeirra greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Katrín Jakobsdóttir verðandi forsætisráðherra segir það væntanlega koma í ljós í kvöld hvort allir þingmenn flokksins styðji stjórnarsáttmálann. Mest er spennan í kring um flokksráðsfund Vinstri grænna sem hófst á Grand hóteli klukkan fimm í dag. Um hundrað og sextíu manns höfðu skráð sig til fundarins en rétt til setu eiga allir félagar í flokknum. Þeir einir sem eru hins vegar kjörnir í flokksráðið, um hundrað manns, hafa atkvæðisrétt. Reiknað er með að fundurinn standi að minnsta kosti til klukkan níu í kvöld. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag en þótt reikna megi með einhverri óánægju þar á bæ er almennt reiknað með að stjórnarsáttmálinn verði samþykktur nánast samhljóða. Það sama á við um Framsóknarflokkinn en miðstjórn hans kemur saman á hótel Sögu klukkan átta í kvöld.Býst þú við að þetta verði samþykkt með miklum meirihluta í flokksráði? „Það verður auðvitað bara að koma í ljós. En ég tel að við höfum fengið góða niðurstöðu í þessum málefnasamningi og ég vænti þess að mínir félagar í VG muni horfa til þess; hvort þeir telji að við höfum náð viðunandi árangri og viðunandi áhrifum á þau mál sem við teljum mikilvægust. Ég tel svo vera,“ segir Katrín. Ef hún þekki sitt fólk rétt megi hins vegar búast við miklum umræðum á fundinum og fyrir fram gefi hún sér ekkert um niðurstöðuna. En það kemur væntanlega líka í ljós á fundinum í kvöld hvort þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiði atkvæði með stjórnarsáttmálanum eða ekki. En þau greiddu atkvæði á móti viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í þingflokki VG.Áttu von á að þessi tveir þingmenn fylgi ykkur alla leið? „Það kemur bara í ljós á fundinum í kvöld væntanlega. En stjórnin verður engu að síður sett á þótt þau yrðu kannski ekki með? Við erum auðvitað með meirihluta þótt tvo þingmenn vanti upp á,“ segir Katrín. Stjórnarsáttmálinn hefur verið um þrjár vikur í smíðum og í honum er meðal annars gert ráð fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt okkar heimildum. En ráðherrakapallinn gekk ekki endanlega upp fyrr en í dag. „Við vorum bara að lenda þeirri niðurstöðu núna áðan. Hvernig ráðuneytin munu skiptast á milli flokkanna. Þá bíður okkar allra að gera tillögur um hvernig þau ráðuneyti verða mönnuð og það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun.“Ertu búin að gera upp þinn hug með það?„Nei ég er reyndar ekki búin að því.“Þannig að þú ert enn að velja í huganum hverja þú tekur með þér?„Já eins og ég segi við lukum þessu bara áðan þannig að nú þarf maður að leggjast undir felld,“ segir Katrín. Eitt er þó víst að Katrín verður forsætisráðherra ef að líkum lætur á ríkisráðsfundi á morgun og þá önnur konan í stjórnmálasögu landsins til að gegna þessu valdamesta embætti landsins. Hún segir mikilvæg verkefni framundan í stjórnmálunum á Íslandi og vonandi náist um þau öflug samstaða á þingi. „Þannig að jú auðvitað er ég bara brött fyrir þetta verkefni. En ég ímynda mér ekki að þetta sé auðvelt verk. Af því að ég held að verkefnin séu stór og mikil. Þau snúast ekki bara um þessa uppbyggingu sem okkur hefur verið tíðrætt um. Heldur líka vinnumarkaðinn, efnahagslegan stöðugleika. Stór mál á sviði umhverfisverndar og annarra málaflokka. Þannig að þetta verður örugglega mjög spennandi, sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir flokksráðsfund Vinstri grænna í dag.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira