Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira