Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Vélin er af gerðinni Piper Tomahawk, árgerð 1978. Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira