Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:07 Svala Björgvinsdóttir hlaut yfirburðarkosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún komst ekki upp úr undankeppni Eurovision í gærkvöldi. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina. Eurovision Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina.
Eurovision Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira