„Löng leið frá því að vera ótrúverðugur og grunsamlegur yfir í að vera dæmdur í átta ára fangelsi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 10:30 Verjendur í málinu í Hæstarétti á mánudag. vísir/gva Víðir Smári Petersen, verjandi Baldurs Guðmundssonar sem dæmdur var í átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna að hluta umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu í september 2015, sagði að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna aðild hans að málinu. Málatilbúnaðurinn væri byggður á getgátum og kenningum en ekki sönnunargögnum en Baldur krafðist frávísunar málsins. Þetta kom fram við málflutning fyrir Hæstarétti á mánudag þegar málið var tekið þar fyrir en dómur féll í Héraðsdóms Reykjaness í september í fyrra. Þá gagnrýndi verjandinn jafnframt niðurstöðu héraðsdóms og sagði að skjólstæðingur hans teldi sönnunarmat dómsins vafasamt. Í gögnum málsins kemur fram að Baldur hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig var ákærður í málinu, á leið hans frá Seyðisfirði til Keflavíkur. Sagði Baldur fyrir héraðsdómi að það hefði verið hrein og klár tilviljun að hann hefði verið á sama stað á sama tíma og Angelo.Málið snýst um 19,5 kíló af amfetamíni annars vegar og hins 2,5 kíló af kókaíni. Vísir/GVAÞáttur tveggja Hollendinga í smyglinu ekki kannaður Víðir Smári sagði fyrir Hæstarétti að það væri ómögulegt að sanna að eitthvað væri tilviljun. Hins vegar gætu þær skýringar sem Baldur gaf fyrir dómi vel staðist. Þá væri ekki hægt að byggja sakfellingu á ótrúverðugleika, eins og verjandinn sagð að gert væri í tilviki Baldurs, heldur ætti að byggja hana á sönnunargögnum. „Ákæruvaldið er með kenningu en sú kenning styðst ekki við sönnunargögn. Það er löng leið frá því að vera ótrúverðugur og grunsamlegur í að vera dæmdur í átta ára fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli,“ sagði verjandi Baldurs fyrir Hæstarétti. Sagði hann að dómur héraðsdóms hlyti að vera mistök. Víðir Smári gagnrýndi meðal annars að lögreglan hafi ekki beðið eftir afhendingu efnanna heldur handtekið áður en til þess kom. Þá sagði hann það ámælisvert að þáttur tveggja Hollendinga, sem nafngreindir eru í gögnum málsins, hefði ekki verið kannaður en verjandinn sagði augljóst af gögnunum að þeir tveir hefðu skipulagt innflutninginn.Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í haust. Vísir/ErnirGagnrýndi að símar hefðu ekki verið hleraðir Að auki gagnrýndi hann að lögreglan hefði hvorki hlerað síma Baldurs né Davíðs Berndsen Bjarkasonar sem einnig hlaut dóm í málinu. Sagði Víðir Smári að símhlerun hefði getað verið góð leið til að komast að hinu sanna í málinu. „Það eru ekki mörg bein sönnunargögn í málinu. Engin vitni hafa borið um aðkomu Baldurs að málinu og mat á trúverðugleika getur ekki komið til skoðunar fyrr en ákæruvaldið hefur axlað sönnunarbyrðina. [...] Það engin gögn, engin vitni, sem staðfesta þráðinn í þeirri sögu sem ákæruvaldið ber á borð,“ sagði Víðir Smári. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Davíðs, gagnrýndi einnig niðurstöðu héraðsdóms og fór fram á frávísun. Rakti hann á hverju sakfelling Davíðs var byggð en um var að ræða fjögur atriði. Fyrsta atriðið sneri að því að framburður Davíðs varðandi Excel-skjöl hefði rýrt framburð hans um önnur atriði sem höfðu þýðingu. Lögreglan taldi að í Excel-skjölunum væri að finna nákvæmt bókhald yfir fíkniefnaviðskipti. Verjandinn sagði að ekki hefði verið ákært fyrir þessi skjöl og að þau tengdust ekki málinu.Þriðja atriðið sneri svo að símarannsókn lögreglu en með vísan til hennar taldi dómurinn ekki varhugavert að leggja til grundvallar að ákærð hefði haft Blackberry-síma undir höndum til að eiga í dulkóðuðum samskiptum.vísir/getty„Ekki varhugavert“ Annað atriðið varðaði það að skýring Davíðs á ferð hans í Reykjanesbæ með Baldri hafi verið tortryggileg og því væri ekki varhugavert að slá því föstu að ferðin hefði tengst hollenska bílnum sem efnin voru flutt inn í. Þriðja atriðið sneri svo að símarannsókn lögreglu en með vísan til hennar taldi dómurinn ekki varhugavert að leggja til grundvallar að ákærð hefði haft Blackberry-síma undir höndum til að eiga í dulkóðuðum samskiptum. Vilhjálmur sagði að það væri ansi hæpið að ætla að leggja til grundvallar eitthvað sem væri ekki varhugavert þegar maður væri dæmdur í fangelsi. Þá hefði ekkert verið athugavert við ferð Davíðs í Reykjanesbæ þar sem hann hefði verið í erindagjörðum vegna heimasíðu sem hann hélt úti og tengdist bílaleigum. Að sögn verjandans væri það síðan með öllu ósannað að Davíð hefði haft Blackberry-símann undir höndum. Þannig hefði símtækið til að mynda verið í notkun löngu eftir að hann hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Eftir stæði þá fjórða atriðið sem snerist um svokölluð i-kort og fjármuni tengdum þeim og dómurinn taldi til þess fallin að styðja sakfellingu. Ákæruvaldið byggði málið á því að kortin hefðu verið notuð til að fjármagna kaupin á fíkniefnunum en Vilhjálmur sagði að skjólstæðingur sinn hefði gefið greinargóða skýringu á því að hann hefði notað kortin til að eiga í gjaldeyrisviðskiptum. Saksóknari fór fram á að Baldur og Davíð yrðu dæmdir í tíu ára fangelsi en Hæstiréttur hefur fjórar vikur til að kveða upp sinn dóm. Tengdar fréttir Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. 9. maí 2017 11:30 Telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu Angelo Uyleman, Hollendingur sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september 2015, telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu þegar tekin var af honum skýrsla vegna málsins þann 7. október 2015. 11. maí 2017 11:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Víðir Smári Petersen, verjandi Baldurs Guðmundssonar sem dæmdur var í átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna að hluta umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu í september 2015, sagði að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna aðild hans að málinu. Málatilbúnaðurinn væri byggður á getgátum og kenningum en ekki sönnunargögnum en Baldur krafðist frávísunar málsins. Þetta kom fram við málflutning fyrir Hæstarétti á mánudag þegar málið var tekið þar fyrir en dómur féll í Héraðsdóms Reykjaness í september í fyrra. Þá gagnrýndi verjandinn jafnframt niðurstöðu héraðsdóms og sagði að skjólstæðingur hans teldi sönnunarmat dómsins vafasamt. Í gögnum málsins kemur fram að Baldur hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig var ákærður í málinu, á leið hans frá Seyðisfirði til Keflavíkur. Sagði Baldur fyrir héraðsdómi að það hefði verið hrein og klár tilviljun að hann hefði verið á sama stað á sama tíma og Angelo.Málið snýst um 19,5 kíló af amfetamíni annars vegar og hins 2,5 kíló af kókaíni. Vísir/GVAÞáttur tveggja Hollendinga í smyglinu ekki kannaður Víðir Smári sagði fyrir Hæstarétti að það væri ómögulegt að sanna að eitthvað væri tilviljun. Hins vegar gætu þær skýringar sem Baldur gaf fyrir dómi vel staðist. Þá væri ekki hægt að byggja sakfellingu á ótrúverðugleika, eins og verjandinn sagð að gert væri í tilviki Baldurs, heldur ætti að byggja hana á sönnunargögnum. „Ákæruvaldið er með kenningu en sú kenning styðst ekki við sönnunargögn. Það er löng leið frá því að vera ótrúverðugur og grunsamlegur í að vera dæmdur í átta ára fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli,“ sagði verjandi Baldurs fyrir Hæstarétti. Sagði hann að dómur héraðsdóms hlyti að vera mistök. Víðir Smári gagnrýndi meðal annars að lögreglan hafi ekki beðið eftir afhendingu efnanna heldur handtekið áður en til þess kom. Þá sagði hann það ámælisvert að þáttur tveggja Hollendinga, sem nafngreindir eru í gögnum málsins, hefði ekki verið kannaður en verjandinn sagði augljóst af gögnunum að þeir tveir hefðu skipulagt innflutninginn.Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í haust. Vísir/ErnirGagnrýndi að símar hefðu ekki verið hleraðir Að auki gagnrýndi hann að lögreglan hefði hvorki hlerað síma Baldurs né Davíðs Berndsen Bjarkasonar sem einnig hlaut dóm í málinu. Sagði Víðir Smári að símhlerun hefði getað verið góð leið til að komast að hinu sanna í málinu. „Það eru ekki mörg bein sönnunargögn í málinu. Engin vitni hafa borið um aðkomu Baldurs að málinu og mat á trúverðugleika getur ekki komið til skoðunar fyrr en ákæruvaldið hefur axlað sönnunarbyrðina. [...] Það engin gögn, engin vitni, sem staðfesta þráðinn í þeirri sögu sem ákæruvaldið ber á borð,“ sagði Víðir Smári. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Davíðs, gagnrýndi einnig niðurstöðu héraðsdóms og fór fram á frávísun. Rakti hann á hverju sakfelling Davíðs var byggð en um var að ræða fjögur atriði. Fyrsta atriðið sneri að því að framburður Davíðs varðandi Excel-skjöl hefði rýrt framburð hans um önnur atriði sem höfðu þýðingu. Lögreglan taldi að í Excel-skjölunum væri að finna nákvæmt bókhald yfir fíkniefnaviðskipti. Verjandinn sagði að ekki hefði verið ákært fyrir þessi skjöl og að þau tengdust ekki málinu.Þriðja atriðið sneri svo að símarannsókn lögreglu en með vísan til hennar taldi dómurinn ekki varhugavert að leggja til grundvallar að ákærð hefði haft Blackberry-síma undir höndum til að eiga í dulkóðuðum samskiptum.vísir/getty„Ekki varhugavert“ Annað atriðið varðaði það að skýring Davíðs á ferð hans í Reykjanesbæ með Baldri hafi verið tortryggileg og því væri ekki varhugavert að slá því föstu að ferðin hefði tengst hollenska bílnum sem efnin voru flutt inn í. Þriðja atriðið sneri svo að símarannsókn lögreglu en með vísan til hennar taldi dómurinn ekki varhugavert að leggja til grundvallar að ákærð hefði haft Blackberry-síma undir höndum til að eiga í dulkóðuðum samskiptum. Vilhjálmur sagði að það væri ansi hæpið að ætla að leggja til grundvallar eitthvað sem væri ekki varhugavert þegar maður væri dæmdur í fangelsi. Þá hefði ekkert verið athugavert við ferð Davíðs í Reykjanesbæ þar sem hann hefði verið í erindagjörðum vegna heimasíðu sem hann hélt úti og tengdist bílaleigum. Að sögn verjandans væri það síðan með öllu ósannað að Davíð hefði haft Blackberry-símann undir höndum. Þannig hefði símtækið til að mynda verið í notkun löngu eftir að hann hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Eftir stæði þá fjórða atriðið sem snerist um svokölluð i-kort og fjármuni tengdum þeim og dómurinn taldi til þess fallin að styðja sakfellingu. Ákæruvaldið byggði málið á því að kortin hefðu verið notuð til að fjármagna kaupin á fíkniefnunum en Vilhjálmur sagði að skjólstæðingur sinn hefði gefið greinargóða skýringu á því að hann hefði notað kortin til að eiga í gjaldeyrisviðskiptum. Saksóknari fór fram á að Baldur og Davíð yrðu dæmdir í tíu ára fangelsi en Hæstiréttur hefur fjórar vikur til að kveða upp sinn dóm.
Tengdar fréttir Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. 9. maí 2017 11:30 Telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu Angelo Uyleman, Hollendingur sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september 2015, telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu þegar tekin var af honum skýrsla vegna málsins þann 7. október 2015. 11. maí 2017 11:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. 9. maí 2017 11:30
Telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu Angelo Uyleman, Hollendingur sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september 2015, telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu þegar tekin var af honum skýrsla vegna málsins þann 7. október 2015. 11. maí 2017 11:15