Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 12:30 Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. vísir/Þorbjörn Þórðarson Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs. Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs.
Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01