Borgarstjóri vonar að vopnaglamri um Reykjavíkurflugvöll verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 18:45 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Valli/Pjetur Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira