Borgarstjóri vonar að vopnaglamri um Reykjavíkurflugvöll verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 18:45 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Valli/Pjetur Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira