Gætu átt von háum dagsektum vegna gjaldtökunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 19:05 Gjaldtakan við Hraunfossa var ekki heimiluð af Umhverfisstofnun, en um er að ræða friðlýst svæði. vísir/vilhelm Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur. Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur.
Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00