Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar eðlilegt og hún hafi unnið sitt verk Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:38 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira