Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar eðlilegt og hún hafi unnið sitt verk Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:38 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira