Hefur losað sig við þrjú þúsund hluti á sex mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2017 15:00 Fyrir einu og hálfu ári síðan var háaloft Guðbjargar troðfullt af hlutum og dóti sem hún hafði engin not fyrir en ætlaði sér ekki að henda – og alltaf bættist í safnið. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur losað sig við 3320 hluti það sem af er þessu ári. Hreinsunin byrjaði sem áramótaheit en nú hendir hún hlutum eftir sérsniðnu kerfi á hverjum degi. Guðbjörg segir ferlið allt að því ávanabindandi.Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir hefur svo sannarlega hreinsað til í lífi sínu.Guðbjörg Helga JóhannesdóttirFyrir einu og hálfu ári síðan voru bæði háaloft og bílskúr Guðbjargar troðfull af hlutum og dóti sem hún hafði engin not fyrir en ætlaði sér ekki að henda – og alltaf bættist í safnið. „Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að kaupa stærri hirslur og fleiri skápa til að geta geymt eitthvað rusl,“ segir Guðbjörg. Hún hafi þá ákveðið í samráði við dóttur sína að umbreyta geymslunni í leikherbergi. „Þannig byrjaði þetta, dóttir mín vildi fá háaloftið sem leikrými og það varð áramótaheit okkar mæðgna árið 2015 að útbúa herbergi úr háaloftinu sem var orðið alveg úttroðið.“Svolítið eins og að borða súkkulaðiHeimilisfólkið byrjaði rólega og Guðbjörg setti því markmið, kannski einn poka af drasli á viku og kassa hér og þar. Á nýársdag 2017 hóf fjölskyldan kerfisbundið að losa sig við dót. „Þetta hefur smitað út frá sér, vinkonur og ein systir mín eru nú byrjaðar. Enda er þetta ansi hreinsandi og eiginlega orðið pínu ávanabindandi að aka með fullan bíl á endurvinnslustöð og nytjamarkaði og aka af staðnum með bros á vör, svolítið eins og að borða súkkulaði,“ segir Guðbjörg.Háaloft Guðbjargar fyrir hreinsunarátakið.Guðbjörg Helga JóhannesdóttirGuðbjörg losar sig við hlutina eftir sérstöku kerfi en hún heldur utan um hreinsunina í hóp á Facebook. Þar setja meðlimir hópsins inn myndir af hlutunum sem henda á þann daginn en fjöldi hlutanna helst í hendur við mánaðardag. Þannig er einum hlut hent þann fyrsta hvers mánaðar, tveimur næsta dag, þremur þann næsta o.s.frv.. Fjöldinn núllstillist í lok mánaðar – og svo má auðvitað henda fleiri hlutum en mánaðardagurinn segir til um. Mælir með því að handfjatla erfiðustu hlutinaGuðbjörg segir vel hægt að feta sig áfram í hreinsunarferlinu og ráðleggur nýgræðingum að byrja smátt. „Það auðveldasta, ef maður ætlar að byrja á þessu, er að henda fötum. Svo er hægt að taka eldhússkápana og henda útrunnum matvælum, byrja bara á einhverju svona léttu.“ Þegar komið er út í erfiðari hluti, þá sem hafa tilfinningalegt gildi, mælir hún með því að taka viðkomandi hlut og handfjatla hann. „Þá er gott að hugsa, gerir þessi hlutur eitthvað fyrir mig? Ef hann gerir ekkert fyrir mig, af hverju er ég að geyma hann? Hvenær notaði ég hann síðast?“ segir Guðbjörg. „Það erfiðasta fyrir mig var að henda gömlum uppskriftablöðum, ég er algjör uppskriftafíkill.“Börn Guðbjargar, Óðinn og Embla, eru sátt við nýja leikrýmið uppi á háalofti.Guðbjörg Helga JóhannesdóttirHefur breytt neysluvenjunumHreinsunarferlið hefur breytt neysluvenjum Guðbjargar töluvert en hún hugsar nú mun betur út í öll innkaup á heimilinu. „Ég velti öllu miklu betur fyrir mér áður en ég kaupi og svo hef ég tekið mánuð þar sem það fór alltaf einn hlutur út fyrir hvern hlut sem fór inn.“ En sér Guðbjörg eftir einhverju sem hún hefur hent? „Nei, engu. Ég sé ekki eftir neinu og vantar ekki neitt.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur losað sig við 3320 hluti það sem af er þessu ári. Hreinsunin byrjaði sem áramótaheit en nú hendir hún hlutum eftir sérsniðnu kerfi á hverjum degi. Guðbjörg segir ferlið allt að því ávanabindandi.Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir hefur svo sannarlega hreinsað til í lífi sínu.Guðbjörg Helga JóhannesdóttirFyrir einu og hálfu ári síðan voru bæði háaloft og bílskúr Guðbjargar troðfull af hlutum og dóti sem hún hafði engin not fyrir en ætlaði sér ekki að henda – og alltaf bættist í safnið. „Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að kaupa stærri hirslur og fleiri skápa til að geta geymt eitthvað rusl,“ segir Guðbjörg. Hún hafi þá ákveðið í samráði við dóttur sína að umbreyta geymslunni í leikherbergi. „Þannig byrjaði þetta, dóttir mín vildi fá háaloftið sem leikrými og það varð áramótaheit okkar mæðgna árið 2015 að útbúa herbergi úr háaloftinu sem var orðið alveg úttroðið.“Svolítið eins og að borða súkkulaðiHeimilisfólkið byrjaði rólega og Guðbjörg setti því markmið, kannski einn poka af drasli á viku og kassa hér og þar. Á nýársdag 2017 hóf fjölskyldan kerfisbundið að losa sig við dót. „Þetta hefur smitað út frá sér, vinkonur og ein systir mín eru nú byrjaðar. Enda er þetta ansi hreinsandi og eiginlega orðið pínu ávanabindandi að aka með fullan bíl á endurvinnslustöð og nytjamarkaði og aka af staðnum með bros á vör, svolítið eins og að borða súkkulaði,“ segir Guðbjörg.Háaloft Guðbjargar fyrir hreinsunarátakið.Guðbjörg Helga JóhannesdóttirGuðbjörg losar sig við hlutina eftir sérstöku kerfi en hún heldur utan um hreinsunina í hóp á Facebook. Þar setja meðlimir hópsins inn myndir af hlutunum sem henda á þann daginn en fjöldi hlutanna helst í hendur við mánaðardag. Þannig er einum hlut hent þann fyrsta hvers mánaðar, tveimur næsta dag, þremur þann næsta o.s.frv.. Fjöldinn núllstillist í lok mánaðar – og svo má auðvitað henda fleiri hlutum en mánaðardagurinn segir til um. Mælir með því að handfjatla erfiðustu hlutinaGuðbjörg segir vel hægt að feta sig áfram í hreinsunarferlinu og ráðleggur nýgræðingum að byrja smátt. „Það auðveldasta, ef maður ætlar að byrja á þessu, er að henda fötum. Svo er hægt að taka eldhússkápana og henda útrunnum matvælum, byrja bara á einhverju svona léttu.“ Þegar komið er út í erfiðari hluti, þá sem hafa tilfinningalegt gildi, mælir hún með því að taka viðkomandi hlut og handfjatla hann. „Þá er gott að hugsa, gerir þessi hlutur eitthvað fyrir mig? Ef hann gerir ekkert fyrir mig, af hverju er ég að geyma hann? Hvenær notaði ég hann síðast?“ segir Guðbjörg. „Það erfiðasta fyrir mig var að henda gömlum uppskriftablöðum, ég er algjör uppskriftafíkill.“Börn Guðbjargar, Óðinn og Embla, eru sátt við nýja leikrýmið uppi á háalofti.Guðbjörg Helga JóhannesdóttirHefur breytt neysluvenjunumHreinsunarferlið hefur breytt neysluvenjum Guðbjargar töluvert en hún hugsar nú mun betur út í öll innkaup á heimilinu. „Ég velti öllu miklu betur fyrir mér áður en ég kaupi og svo hef ég tekið mánuð þar sem það fór alltaf einn hlutur út fyrir hvern hlut sem fór inn.“ En sér Guðbjörg eftir einhverju sem hún hefur hent? „Nei, engu. Ég sé ekki eftir neinu og vantar ekki neitt.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira