Hann gaf út tónlistarmyndband við lagið Græða peninginn um helgina og vann hann lagið með fósturföður sínum Maikel Medina. Vefsíðan Nútíminn greindi fyrst frá laginu.
Drengurinn er í fjórða bekk og segist vera eini nemandinn í bekknum sem sé kominn með skegg, eins og kemur fram í laginu.
Myndbandið og lagið er frábært og er hreinlega að slá í gegn á YouTube hér á landi.