Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/GVA Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Í kærunni er því meðal annars beint til héraðssaksóknara að hann taki til rannsóknar hvort skiptastjóri hafi gert tilraun til að kúga fé af kærendum með hótun um kæru sem byggist á röngum sakargiftum en háttsemi hans renni stoðum undir að annarleg sjónarmið og persónulegir hagsmunir hans ráði för fremur en hagsmunir þrotabúsins. Tildrög kærunnar eru meintar hótanir og þvinganir Sveins Andra í garð kærenda í störfum hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Með tölvupóstum sem kærendum bárust á Þorláksmessukvöld 2016 krafðist Sveinn Andri greiðslna upp á tugi milljóna inn á vörslureikning sinn frá tveimur félögum á vegum kærenda vegna riftanlegra gerninga milli félaganna tveggja og EK1923. Tekið var fram að yrðu kröfurnar ekki greiddar fyrir árslok 2016 yrðu höfðuð riftunarmál á hendur félögunum og kærur sendar til héraðssaksóknara á hendur fyrirsvarsmönnum þeirra, fyrir fjársvik og skilasvik. Um meinta ólögmæta þvingun segir í kærunni að það hafi vakað fyrir skiptastjóranum að fá kærendur ofan af því að taka til varna í einkamáli um umdeildar riftunarkröfur, með því að hóta þeim kæru til héraðssaksóknara fyrir meint hegningarlagabrot. Sveinn er einnig kærður fyrir rangar sakargiftir með því að kæra þá fyrir alvarleg auðgunarbrot þrátt fyrir að honum mætti vera ljóst að ásakanirnar tengdust með beinum hætti niðurstöðu riftunarmála sem hann hafi sjálfur höfðað fyrir héraðsdómi. Kærendur kvörtuðu undan Sveini til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins og kvað nefndin upp úrskurð 9. október síðastliðinn. Þar kemur fram að í bréfum skiptastjórans til kærenda felist ótilhlýðileg þvingun gagnvart kærendum í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna og að aðfinnsluvert hafi verið að setja fram ítrekaðar kröfur um greiðslu skuldbindinga sem ljóst var að kærendur féllust ekki á og vildu verjast fyrir héraðsdómi, með tilvísun til þess að yrðu þær ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn félaganna kærðir til embættis héraðssaksóknara. Sveinn Andri vísar ásökunum á bugSkúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva„Sem skiptastjóri kærði ég Skúla og tvo samstarfsmenn hans fyrir skilasvik, ranga skýrslugjöf og skjalabrot og það er gersamlega fráleitt að tala um útbreiðslu rangra sakargifta þegar fyrir liggur að héraðssaksóknari vísar ekki frá kærum þrotabúsins heldur hefur ákveðið að setja sakamálarannsókn af stað,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. „Ef ég vissi ekki að lítið fer fyrir skopskyninu hjá viðkomandi myndi ég halda að þetta væri grín. Það er spurning hvort ég bæti við kæru á hendur þessum aðilum fyrir rangar sakargiftir,“ segir Sveinn Andri, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður hafði samband til að inna hann eftir viðbrögðum við kærum þeirra Skúla og félaga á hendur honum. Sveinn Andri segir það mikinn misskilning að kærurnar hafi verið lagðar fram til að þvinga fram greiðslur eins og byggt er á í kærunni og úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins féllst á með kærendum í úrskurði frá 9. október síðastliðinn. „Þessu er einmitt öfugt farið því ég vakti athygli Skúla og hinna á því að ég teldi þarna hafa verið brotið gegn ákvæðum laga og gaf mönnum kost á því að vinda ofan af því sem ég taldi vera auðgunarbrot en það var ekki gert.“ Sveinn lætur þess getið, eins og kemur fram í kæru Skúla og félaga, að þegar mál þetta var tekið fyrir í héraðsdómi fyrir nokkru, hafi héraðsdómari talið að hann hefði átt að tilkynna hin meintu brot strax. „Lögmaður þeirra kvartaði undan því við héraðsdómara að ég hefði ekki kært strax í staðinn fyrir að gefa þeim kost á fresti og vera almennilegur,“ segir Sveinn Andri. Samkvæmt 84. gr. gjaldþrotalaga er skiptastjóra uppálagt að tilkynna grun um refsivert athæfi til héraðssaksóknara. Í málinu er meðal annars um það deilt hvort skiptastjóri hafi rétt á, í stað tilkynningar, að ráðast sjálfur í rannsókn og kæra svo á grundvelli hennar. Í öðru lagi hvort heimilt sé með vísan til hinnar fortakslausu tilkynningarskyldu að sleppa mönnum við tilkynningu til saksóknara, inni menn umkrafðar greiðslur af hendi. „Málið er að skilin eru mjög óljós á milli gerninga sem hægt er að rifta í einkamáli og refsiverðra skilasvika,“ segir Sveinn Andri aðspurður um túlkun 84. gr. og bendir á að það varði aðallega huglæga afstöðu manna og ásetning. „Ég hef hins vegar leitt að því óyggjandi rök að þarna væru menn fullkomlega grandsamir um að gerningar þeirra væru riftanlegir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, hefur ásamt viðskiptafélögum sínum kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir. Í kærunni er því meðal annars beint til héraðssaksóknara að hann taki til rannsóknar hvort skiptastjóri hafi gert tilraun til að kúga fé af kærendum með hótun um kæru sem byggist á röngum sakargiftum en háttsemi hans renni stoðum undir að annarleg sjónarmið og persónulegir hagsmunir hans ráði för fremur en hagsmunir þrotabúsins. Tildrög kærunnar eru meintar hótanir og þvinganir Sveins Andra í garð kærenda í störfum hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Með tölvupóstum sem kærendum bárust á Þorláksmessukvöld 2016 krafðist Sveinn Andri greiðslna upp á tugi milljóna inn á vörslureikning sinn frá tveimur félögum á vegum kærenda vegna riftanlegra gerninga milli félaganna tveggja og EK1923. Tekið var fram að yrðu kröfurnar ekki greiddar fyrir árslok 2016 yrðu höfðuð riftunarmál á hendur félögunum og kærur sendar til héraðssaksóknara á hendur fyrirsvarsmönnum þeirra, fyrir fjársvik og skilasvik. Um meinta ólögmæta þvingun segir í kærunni að það hafi vakað fyrir skiptastjóranum að fá kærendur ofan af því að taka til varna í einkamáli um umdeildar riftunarkröfur, með því að hóta þeim kæru til héraðssaksóknara fyrir meint hegningarlagabrot. Sveinn er einnig kærður fyrir rangar sakargiftir með því að kæra þá fyrir alvarleg auðgunarbrot þrátt fyrir að honum mætti vera ljóst að ásakanirnar tengdust með beinum hætti niðurstöðu riftunarmála sem hann hafi sjálfur höfðað fyrir héraðsdómi. Kærendur kvörtuðu undan Sveini til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins og kvað nefndin upp úrskurð 9. október síðastliðinn. Þar kemur fram að í bréfum skiptastjórans til kærenda felist ótilhlýðileg þvingun gagnvart kærendum í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna og að aðfinnsluvert hafi verið að setja fram ítrekaðar kröfur um greiðslu skuldbindinga sem ljóst var að kærendur féllust ekki á og vildu verjast fyrir héraðsdómi, með tilvísun til þess að yrðu þær ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn félaganna kærðir til embættis héraðssaksóknara. Sveinn Andri vísar ásökunum á bugSkúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva„Sem skiptastjóri kærði ég Skúla og tvo samstarfsmenn hans fyrir skilasvik, ranga skýrslugjöf og skjalabrot og það er gersamlega fráleitt að tala um útbreiðslu rangra sakargifta þegar fyrir liggur að héraðssaksóknari vísar ekki frá kærum þrotabúsins heldur hefur ákveðið að setja sakamálarannsókn af stað,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. „Ef ég vissi ekki að lítið fer fyrir skopskyninu hjá viðkomandi myndi ég halda að þetta væri grín. Það er spurning hvort ég bæti við kæru á hendur þessum aðilum fyrir rangar sakargiftir,“ segir Sveinn Andri, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður hafði samband til að inna hann eftir viðbrögðum við kærum þeirra Skúla og félaga á hendur honum. Sveinn Andri segir það mikinn misskilning að kærurnar hafi verið lagðar fram til að þvinga fram greiðslur eins og byggt er á í kærunni og úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins féllst á með kærendum í úrskurði frá 9. október síðastliðinn. „Þessu er einmitt öfugt farið því ég vakti athygli Skúla og hinna á því að ég teldi þarna hafa verið brotið gegn ákvæðum laga og gaf mönnum kost á því að vinda ofan af því sem ég taldi vera auðgunarbrot en það var ekki gert.“ Sveinn lætur þess getið, eins og kemur fram í kæru Skúla og félaga, að þegar mál þetta var tekið fyrir í héraðsdómi fyrir nokkru, hafi héraðsdómari talið að hann hefði átt að tilkynna hin meintu brot strax. „Lögmaður þeirra kvartaði undan því við héraðsdómara að ég hefði ekki kært strax í staðinn fyrir að gefa þeim kost á fresti og vera almennilegur,“ segir Sveinn Andri. Samkvæmt 84. gr. gjaldþrotalaga er skiptastjóra uppálagt að tilkynna grun um refsivert athæfi til héraðssaksóknara. Í málinu er meðal annars um það deilt hvort skiptastjóri hafi rétt á, í stað tilkynningar, að ráðast sjálfur í rannsókn og kæra svo á grundvelli hennar. Í öðru lagi hvort heimilt sé með vísan til hinnar fortakslausu tilkynningarskyldu að sleppa mönnum við tilkynningu til saksóknara, inni menn umkrafðar greiðslur af hendi. „Málið er að skilin eru mjög óljós á milli gerninga sem hægt er að rifta í einkamáli og refsiverðra skilasvika,“ segir Sveinn Andri aðspurður um túlkun 84. gr. og bendir á að það varði aðallega huglæga afstöðu manna og ásetning. „Ég hef hins vegar leitt að því óyggjandi rök að þarna væru menn fullkomlega grandsamir um að gerningar þeirra væru riftanlegir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00