Innlent

Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri

Gissur Sigurðsson skrifar
Konan var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um fótbrotið.
Konan var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um fótbrotið. vísir/auðunn
Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu.

Hún reyndist fótbrotin og var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um brotið. Hundur konunnar drapst hins vegar í slysinu.

Hörgárbraut er þjóðvegurinn í gegnum Akureyri og er jafnan töluverð umferð þar sem slysið varð. Slæmt skyggni var þegar þetta gerðist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.