Hætta flugeldasölu vegna aukins álags Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 23:15 Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón. Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00