Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 08:00 Stóru bomburnar eru nú samsettar til að fylgja kröfum nýrra reglna um flugeldasölu sem tóku gildi hér á landi um síðustu áramót. vísir/Vilhelm „Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að reglurnar hefðu í för með sér að kraftmestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undanfarin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skotterturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE-stöðlun breyti engu fyrir björgunarsveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarfar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efnahagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugeldasölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flugeldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30 Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Stærstu skotterturnar hverfa úr hillunum „Ég er nú bara með tárin í augunum liggur við og á eftir að sakna þess að geta ekki verið með stórar og flottar tertur í garðinum heima.“ 27. desember 2016 19:30
Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Áætlað er að 2/7 af vöruframboði flugelda hverfi af markaði vegna breytinga á reglugerð. Vörurnar skapa um 30 prósent af tekjunum. Fólk spenntara fyrir flugeldum en oft áður. 30. desember 2016 07:00