Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Svavar Hávarðsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Tífalt fleiri kafa eða snorkla í Silfru en árið 2010 þegar þeir voru 5.000 alls. vísir/vilhelm Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira