Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 18:30 Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Vísir/Ernir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur. Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur.
Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira