Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2017 11:01 Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að maðurinn sem grunaður er um alvarlegt heimilisofbeldi í Holtunum í Reykjavík sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ekki er búið að birta úrskurð Hæstaréttar. Guðmundur segir Héraðsdóm Reykjavíkur hafa fallist á sjónarmið lögreglunnar þess efnis að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en því var Hæstiréttur ekki sammála. Er maðurinn því laus úr haldi en Guðmundur Páll segir lögreglu vera skoða næstu skref í málinu. Maðurinn sem um ræðir er 22 ára gamall en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. desember, grunaður um alvarlegt heimilisofbeldi gegn 27 ára gamalli konu. Guðmundur Páll sagði lögreglu rannsaka málið sem tilraun til manndráps en maðurinn er sakaður um að hafa tekið konuna hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að hún vissi ekki hve lengi hún var meðvitundarlaus. Það hafi þó verið þó nokkur tími og hún komist aftur til meðvitundar klukkan fimm á sunnudagsmorgun og hlaupið þá út úr húsinu í Holtunum í Reykjavík þar sem hún náði að gera nærstöddum viðvart sem höfðu samband við lögreglu.Í frétt Ríkisútvarpsins um málið í gær kom fram að maðurinn eigi annað ofbeldismál á skrá hjá lögreglu gegn þessari sömu konu. Guðmundur Páll sagði við Vísi að það má væri ekki ósvipað því sem átti sér stað um liðna helgi. „En kannski ekki eins svívirðileg árás og þessi um helgina,“ sagði Guðmundur. Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að maðurinn sem grunaður er um alvarlegt heimilisofbeldi í Holtunum í Reykjavík sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ekki er búið að birta úrskurð Hæstaréttar. Guðmundur segir Héraðsdóm Reykjavíkur hafa fallist á sjónarmið lögreglunnar þess efnis að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en því var Hæstiréttur ekki sammála. Er maðurinn því laus úr haldi en Guðmundur Páll segir lögreglu vera skoða næstu skref í málinu. Maðurinn sem um ræðir er 22 ára gamall en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. desember, grunaður um alvarlegt heimilisofbeldi gegn 27 ára gamalli konu. Guðmundur Páll sagði lögreglu rannsaka málið sem tilraun til manndráps en maðurinn er sakaður um að hafa tekið konuna hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að hún vissi ekki hve lengi hún var meðvitundarlaus. Það hafi þó verið þó nokkur tími og hún komist aftur til meðvitundar klukkan fimm á sunnudagsmorgun og hlaupið þá út úr húsinu í Holtunum í Reykjavík þar sem hún náði að gera nærstöddum viðvart sem höfðu samband við lögreglu.Í frétt Ríkisútvarpsins um málið í gær kom fram að maðurinn eigi annað ofbeldismál á skrá hjá lögreglu gegn þessari sömu konu. Guðmundur Páll sagði við Vísi að það má væri ekki ósvipað því sem átti sér stað um liðna helgi. „En kannski ekki eins svívirðileg árás og þessi um helgina,“ sagði Guðmundur.
Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum