Óttarr hellir sér yfir Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2017 14:41 Framganga Sigmundar minnir Óttar á það að einhver vilji kaupa sér vini með að bjóða þeim nammi úr hillunum. Óttari Proppé, hinum ofurkurteisa formanni Bjartrar framtíðar, er loks nóg boðið. Þolinmæði hans er á þrotum. „Mér blöskrar til reiðinnar heil óskapar býsn þessi eilífu fiff.“ En, þannig hefst reiðilestur Óttars, sem hann birti fyrir skemmstu á Facebooksíðu sinni. Óttarr hellir sér yfir talsmenn annarra flokka fyrir innistæðulausan loforðaflaum og sérstaklega beinir hann spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.Kaupir sér vini með því að gefa nammi úr hillunum „En mér blöskrar endanlega í dag þegar formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, trommar fram með nýjasta fiffið. Stjórnmálamaður sem leyndi því að hann væri kröfuhafi í bankana í gegnum aflandsfélög. Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé,“ skrifar Óttarr og ljóst að honum er ekki skemmt. „Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings. Þetta er í forgangi á undan styrkingu heilbrigðiskerfisins, vegakerfisins eða menntakerfisins. Forgangsröðunin er skýr að leggja alla áherslu á að kaupa sér vinsældir. Fyrir mér er þetta eins og afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum,“ skrifar Óttarr. Maðurinn sem hefur hingað til boðað aukna kurteisi í stjórnmálunum er rétt að hita upp. Því Sigmundur er ekki laus allra mála.Blöskranleg framganga Sigmundar „Síðast þegar sami stjórnmálamaður kynnti stórkostlegt fiff var 80 þúsund milljónum veitt framhjá verkefnum í velferðakerfinu og framhjá innviðauppbyggingu til að dreifa fjármunum til þeirra sem voru fegnir að njóta en voru kannski ekki í mestu þörfinni. Þeir fjármunir fóru að miklu leyti til eldri íbúa höfuðborgarsvæðisins með tekjur yfir meðallagi. Þeir fjármunir ýttu undir þensluna, þrýstu upp fasteignaverði og enn er ekki byrjað að byggja nýja landsspítalann sem var lofað á síðustu öld og unga fólkið er enn lengra frá því að komast út á húsnæðismarkaðinn. Manni blöskrar að fólk sé svo galið að reyna að selja það að endurtaka leikinn.“ Fyrst Óttarri er nóg boðið, manni sem hefur beitt sér sérstaklega fyrir nýjum stjórnmálum hvar menn nálgist hvor annan af virðingu, þá er óhætt að fullyrða að verulegur hiti sé hlaupinn i kosningabaráttuna. Og, ekki seinna vænna. Kosningar fara fram á laugardaginn næsta. Tengdar fréttir Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vill að ríkið eignist Arion banka og gefi almenningi þriðjungshlut í bankanum. Verðmæti hlutarins gæti numið 60-70 milljörðum króna. 24. október 2017 06:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Óttari Proppé, hinum ofurkurteisa formanni Bjartrar framtíðar, er loks nóg boðið. Þolinmæði hans er á þrotum. „Mér blöskrar til reiðinnar heil óskapar býsn þessi eilífu fiff.“ En, þannig hefst reiðilestur Óttars, sem hann birti fyrir skemmstu á Facebooksíðu sinni. Óttarr hellir sér yfir talsmenn annarra flokka fyrir innistæðulausan loforðaflaum og sérstaklega beinir hann spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.Kaupir sér vini með því að gefa nammi úr hillunum „En mér blöskrar endanlega í dag þegar formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, trommar fram með nýjasta fiffið. Stjórnmálamaður sem leyndi því að hann væri kröfuhafi í bankana í gegnum aflandsfélög. Hann ætlar að gefa fólki verðmæti. Hann ætlar ekki að dreifa eigin auðæfum heldur almannafé,“ skrifar Óttarr og ljóst að honum er ekki skemmt. „Fiffið felst í því að láta ríkið kaupa banka, væntanlega með skuldsetningu, og dreifa svo til almennings. Þetta er í forgangi á undan styrkingu heilbrigðiskerfisins, vegakerfisins eða menntakerfisins. Forgangsröðunin er skýr að leggja alla áherslu á að kaupa sér vinsældir. Fyrir mér er þetta eins og afgreiðslumaður í búð reyndi að kaupa sér vini með því að gefa nammi úr hillunum,“ skrifar Óttarr. Maðurinn sem hefur hingað til boðað aukna kurteisi í stjórnmálunum er rétt að hita upp. Því Sigmundur er ekki laus allra mála.Blöskranleg framganga Sigmundar „Síðast þegar sami stjórnmálamaður kynnti stórkostlegt fiff var 80 þúsund milljónum veitt framhjá verkefnum í velferðakerfinu og framhjá innviðauppbyggingu til að dreifa fjármunum til þeirra sem voru fegnir að njóta en voru kannski ekki í mestu þörfinni. Þeir fjármunir fóru að miklu leyti til eldri íbúa höfuðborgarsvæðisins með tekjur yfir meðallagi. Þeir fjármunir ýttu undir þensluna, þrýstu upp fasteignaverði og enn er ekki byrjað að byggja nýja landsspítalann sem var lofað á síðustu öld og unga fólkið er enn lengra frá því að komast út á húsnæðismarkaðinn. Manni blöskrar að fólk sé svo galið að reyna að selja það að endurtaka leikinn.“ Fyrst Óttarri er nóg boðið, manni sem hefur beitt sér sérstaklega fyrir nýjum stjórnmálum hvar menn nálgist hvor annan af virðingu, þá er óhætt að fullyrða að verulegur hiti sé hlaupinn i kosningabaráttuna. Og, ekki seinna vænna. Kosningar fara fram á laugardaginn næsta.
Tengdar fréttir Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vill að ríkið eignist Arion banka og gefi almenningi þriðjungshlut í bankanum. Verðmæti hlutarins gæti numið 60-70 milljörðum króna. 24. október 2017 06:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vill að ríkið eignist Arion banka og gefi almenningi þriðjungshlut í bankanum. Verðmæti hlutarins gæti numið 60-70 milljörðum króna. 24. október 2017 06:00