Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2017 19:45 Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30
Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15