Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Jón Hákon Halldórsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2017 08:30 Óttarr Proppé virðist ætla að feta í fótspor Júlíusar Sólnes. Vísir/Daniel Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01
Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00