Vilja fá hugmyndir um nýtingu lághitavatns Svavar Hávarðsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Það skortir ekki vatn í Vaðlaheiðargöngunum. vísir/auðunn Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú rennur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMSAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því samhengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orkuauðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þessarar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp baðstað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru.„Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi-ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna.Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú rennur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMSAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því samhengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orkuauðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þessarar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp baðstað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru.„Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi-ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna.Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00