Vilja fá hugmyndir um nýtingu lághitavatns Svavar Hávarðsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Það skortir ekki vatn í Vaðlaheiðargöngunum. vísir/auðunn Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú rennur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMSAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því samhengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orkuauðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þessarar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp baðstað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru.„Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi-ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna.Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú rennur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMSAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því samhengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orkuauðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þessarar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp baðstað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru.„Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi-ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna.Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00