Furðu brött þrátt fyrir allt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni. Skátarnir sem sýktust af nóróveiru í útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn í gær og fyrradag eru flestir á batavegi. Alls var 181 ungmenni frá Bretlandi flutt frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld, vegna alvarlegra veikinda sem komu upp í hópnum. Vegna þess hve margir veiktust kviknaði grunur um nóróveiru og var sá grunur staðfestur af sóttvarnarlækni í gær. Í gærkvöldi höfðu allir sem ekki hafa fundið til einkenna verið útskrifaðir. Alls veiktust 67 skátar og af þeim eru sex enn veikir. Þessir 67 voru í sóttkví í austurálmu Grunnskólans í Hveragerði í nótt. Flestir þeirra eru á unglingsaldri, 12 til 16 ára. „Vel fer um krakkana og þau eru furðu brött eftir þetta ævintýri,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Nóróveirusýking er bráðsmitandi og smitast með uppköstum og saurmengun sem borist getur með menguðu vatni og matvælum. Einkenna getur orðið vart 1-2 dögum eftir smit og gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í tvo daga eftir að einkenni ganga yfir. Ekki er þó talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu, segir í tilkynningu frá Landlækni. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta þegar svona hópsýking kemur upp og sótthreinsa þarf skátabúðirnar, rútur skátanna og fleira. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var við Úlfljótsvatn og í Hveragerði vegna hópsýkingarinnar. Strax og grunur kviknaði um nóróveirusýkingu voru allir viðbragðsaðilar kallaðir út; almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, björgunarsveitir, sóttvarnalæknir og fulltrúar frá Rauða krossinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru einnig kallaðir út í fyrrakvöld til að veita hinum veiku aðhlynningu og meðferð. Flutningur ungmennanna frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöðina eru umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi. „Það er lán í óláni að skátarnir voru nýbúnir að taka á móti 6.000 skátum á heimsmóti skáta og allar viðbragðsáætlanir þeirra því nýgerðar og vel niðurnegldar,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, sem heimsótti skáta á heimsmótið, sem haldið var hér á landi, í síðasta mánuði. „Undirbúningsvinna skátanna fyrir alla þessa gesti var eftirtektarverð og þegar þetta kemur upp núna bregðast skátarnir strax við með hárréttum hætti, gerðu réttum aðilum viðvart og ferlið hefur allt verið mjög faglegt af hálfu allra sem að þessu erfiða verkefni hafa komið,“ segir ráðherra og bætir við: „Skátarnir eru ávallt viðbúnir, það virðist aldrei bregðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni. Birtist í Fréttablaðinu Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45 Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59 Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Skátarnir sem sýktust af nóróveiru í útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn í gær og fyrradag eru flestir á batavegi. Alls var 181 ungmenni frá Bretlandi flutt frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld, vegna alvarlegra veikinda sem komu upp í hópnum. Vegna þess hve margir veiktust kviknaði grunur um nóróveiru og var sá grunur staðfestur af sóttvarnarlækni í gær. Í gærkvöldi höfðu allir sem ekki hafa fundið til einkenna verið útskrifaðir. Alls veiktust 67 skátar og af þeim eru sex enn veikir. Þessir 67 voru í sóttkví í austurálmu Grunnskólans í Hveragerði í nótt. Flestir þeirra eru á unglingsaldri, 12 til 16 ára. „Vel fer um krakkana og þau eru furðu brött eftir þetta ævintýri,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Nóróveirusýking er bráðsmitandi og smitast með uppköstum og saurmengun sem borist getur með menguðu vatni og matvælum. Einkenna getur orðið vart 1-2 dögum eftir smit og gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í tvo daga eftir að einkenni ganga yfir. Ekki er þó talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu, segir í tilkynningu frá Landlækni. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta þegar svona hópsýking kemur upp og sótthreinsa þarf skátabúðirnar, rútur skátanna og fleira. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var við Úlfljótsvatn og í Hveragerði vegna hópsýkingarinnar. Strax og grunur kviknaði um nóróveirusýkingu voru allir viðbragðsaðilar kallaðir út; almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, björgunarsveitir, sóttvarnalæknir og fulltrúar frá Rauða krossinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru einnig kallaðir út í fyrrakvöld til að veita hinum veiku aðhlynningu og meðferð. Flutningur ungmennanna frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöðina eru umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi. „Það er lán í óláni að skátarnir voru nýbúnir að taka á móti 6.000 skátum á heimsmóti skáta og allar viðbragðsáætlanir þeirra því nýgerðar og vel niðurnegldar,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, sem heimsótti skáta á heimsmótið, sem haldið var hér á landi, í síðasta mánuði. „Undirbúningsvinna skátanna fyrir alla þessa gesti var eftirtektarverð og þegar þetta kemur upp núna bregðast skátarnir strax við með hárréttum hætti, gerðu réttum aðilum viðvart og ferlið hefur allt verið mjög faglegt af hálfu allra sem að þessu erfiða verkefni hafa komið,“ segir ráðherra og bætir við: „Skátarnir eru ávallt viðbúnir, það virðist aldrei bregðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45 Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59 Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45
Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59
Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36