Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir. Vísir/GVA Þeir flutningsmenn nýs frumvarps, sem myndi meðal annars gefa sölu áfengis frjálsa, sem Fréttablaðið náði tali af telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Sams konar frumvörp voru lögð fram á tveimur síðustu þingum. Alls eru flutningsmenn frumvarpsins níu og koma þeir úr fjórum flokkum. Samanlagður þingstyrkur flokkanna er 42 þingmenn. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, segist treysta því að málið fái málefnalega meðferð og að um það verði uppbyggileg umræða í þinginu sem og í nefndum og í umsögnum sem berast. Á þeim grunni telur hann að líkur séu á því að málið fái brautargengi. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður„Fólk er farið að átta sig á því að þetta er ekki eins hættulegt mál og margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur Árnason, einn flutningsmanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður fyrri frumvarpa sama efnis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á að málið komist í gegn. „Ég held það sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af frjálslyndri ríkisstjórn.“ Þá segja Vilhjálmur og Teitur Björn báðir að helsti munurinn á þessu frumvarpi og fyrri frumvörpum felist í tveimur þáttum; gerð er frekari krafa um aðgreiningu áfengis inni í verslunum frá annarri matvöru og heimilað verði að auglýsa áfengi. Teitur Björn segir að reglur muni gilda um áfengisauglýsingar. Auglýsendum beri að taka fram skaðleg áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt verði á því að slíkar auglýsingar megi ekki höfða til barna.Teitur Björn Einarsson, þingmaðurÁslaug Arna segir málið ekki forgangsmál. „Það er hins vegar áhugavert að heyra fólk tala um að þetta sé ekki mikilvægt mál á sama tíma og það talar um að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá andstæða í því,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti til þess á Facebook í gær að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifaði Birgitta. Vilhjálmur segir málið aldrei hafa verið forgangsatriði. „Það eru mörg minni mál en þetta sem fara í gegnum þingið sem og mörg stærri mál. En þetta er stórt prinsippmál. Mér finnst að menn megi ekki gera lítið úr því,“ segir Vilhjálmur. Hann spyr á móti hvers vegna það sé forgangsatriði ríkisins að reka áfengisverslanir þegar það geti ekki rekið heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. „Við eigum að nota tíma og peninga ríkisins í annað en að reka áfengisverslanir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15 Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Þeir flutningsmenn nýs frumvarps, sem myndi meðal annars gefa sölu áfengis frjálsa, sem Fréttablaðið náði tali af telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Sams konar frumvörp voru lögð fram á tveimur síðustu þingum. Alls eru flutningsmenn frumvarpsins níu og koma þeir úr fjórum flokkum. Samanlagður þingstyrkur flokkanna er 42 þingmenn. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, segist treysta því að málið fái málefnalega meðferð og að um það verði uppbyggileg umræða í þinginu sem og í nefndum og í umsögnum sem berast. Á þeim grunni telur hann að líkur séu á því að málið fái brautargengi. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður„Fólk er farið að átta sig á því að þetta er ekki eins hættulegt mál og margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur Árnason, einn flutningsmanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður fyrri frumvarpa sama efnis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á að málið komist í gegn. „Ég held það sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af frjálslyndri ríkisstjórn.“ Þá segja Vilhjálmur og Teitur Björn báðir að helsti munurinn á þessu frumvarpi og fyrri frumvörpum felist í tveimur þáttum; gerð er frekari krafa um aðgreiningu áfengis inni í verslunum frá annarri matvöru og heimilað verði að auglýsa áfengi. Teitur Björn segir að reglur muni gilda um áfengisauglýsingar. Auglýsendum beri að taka fram skaðleg áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt verði á því að slíkar auglýsingar megi ekki höfða til barna.Teitur Björn Einarsson, þingmaðurÁslaug Arna segir málið ekki forgangsmál. „Það er hins vegar áhugavert að heyra fólk tala um að þetta sé ekki mikilvægt mál á sama tíma og það talar um að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá andstæða í því,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti til þess á Facebook í gær að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifaði Birgitta. Vilhjálmur segir málið aldrei hafa verið forgangsatriði. „Það eru mörg minni mál en þetta sem fara í gegnum þingið sem og mörg stærri mál. En þetta er stórt prinsippmál. Mér finnst að menn megi ekki gera lítið úr því,“ segir Vilhjálmur. Hann spyr á móti hvers vegna það sé forgangsatriði ríkisins að reka áfengisverslanir þegar það geti ekki rekið heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. „Við eigum að nota tíma og peninga ríkisins í annað en að reka áfengisverslanir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15 Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45