Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 15:38 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu. Kosningar 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu.
Kosningar 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira