„Við erum við bryggjuna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir þrír í Ráðherrabústaðnum í liðinni viku þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00