Herdís kjörin fyrsti varaforseti Feneyjanefndarinnar Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 14:28 Herdís og Gianni Buquicchio, forseti nefndarinnar utanríkisráðuneytið Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næstæðsti stjórnandi Feneyjanefndar. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Feneyjanefndin er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar langt út fyrir raðir þess. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem og æðstu dómstólar aðildarríkja, hafa vitnað til álita nefndarinnar í tugum dómsmála undanfarin ár. Aðild að Feneyjanefnd eiga 61 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í Mið-Asíu. Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009. Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún var fyrst kjörin ein þriggja varaforseta 2013 og sú eina sem var endurkjörin aftur 2015. Herdís er doktor í lögfræði og var fyrsti prófessorinn sem skipaður var lagadeildina á Bifröst. Hún var forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009-2013 og sat í stjórn ERA, evrópsku lagaakademíunnar í Trier 2012-2015. Auk þess bauð Herdís sig fram til embættis forseta Íslands árið 2012. Ráðningar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næstæðsti stjórnandi Feneyjanefndar. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Feneyjanefndin er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar langt út fyrir raðir þess. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem og æðstu dómstólar aðildarríkja, hafa vitnað til álita nefndarinnar í tugum dómsmála undanfarin ár. Aðild að Feneyjanefnd eiga 61 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í Mið-Asíu. Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009. Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún var fyrst kjörin ein þriggja varaforseta 2013 og sú eina sem var endurkjörin aftur 2015. Herdís er doktor í lögfræði og var fyrsti prófessorinn sem skipaður var lagadeildina á Bifröst. Hún var forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009-2013 og sat í stjórn ERA, evrópsku lagaakademíunnar í Trier 2012-2015. Auk þess bauð Herdís sig fram til embættis forseta Íslands árið 2012.
Ráðningar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira