Helga Vala verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2017 19:30 Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012. Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012.
Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira