Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. ágúst 2017 13:36 Líf og fjör var í Dalnum í gærkvöldi en á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið á borð lögreglu í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Óskar P. Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira