Eliza segir svolítið mikinn Magnús Magnús Magnússon í Guðna Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 17:26 Eliza og Guðni eru í landsliðstreyjum merktum númer 17 og 20 og nöfnum sínum. Þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Vísis í Rotterdam. Vísir/Tom „Við erum búin að vera næstum því í tvær vikur. Þetta er okkar sumarfrí. Við vorum eina viku i Hollandi og gistum núna í Brussel í Belgíu. Erum núna með tvö börn en vorum hér með öll fjögur áður. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. Eliza var á stuðningsmannavæðinu í Rotterdam í dag ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og tveimur börnum af fjórum. Þar söfnuðust Íslendingar saman til að hita upp fyrir leikinn gegn Austurríki á EM í Hollandi.Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptöku frá útsendingunni neðst í fréttinni. Viðtalið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur.Guðni heimsótti hótel landsliðsins á dögunum og tók þess epísku sjálfu. Á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ.Forseti ÍslandsEinstök upplifun Eliza útskýrði ástæðu þess að þau ákváðu að verja sumarfríinu í Hollandi. „Guðna finnst alltaf svo gaman að koma og fylgjast með íþróttum. Hollandi er svo fjölskylduvænn staður. Það passaði svo vel að vera hérna í nokkrar vikur með börnin. Þetta er búið að vera yndislegt.“ Þau Guðni Eliza segir einstakt að fá að upplifa þann stuðning sem hefur verið í stúkunni á leikjum Íslands hingað til. „Pabbi minn er hér í heimsókn líka og bróðir minn. Þeir voru aðeins að upplifa það líka. En þetta er mjög einstakt, svo margir frá Íslandi hér og allir að hrósa stelpunum okkar. Allir standa og klappa fyrir stelpunum okkar þegar leikirnir eru búnir, hvort sem við vinnum eða ekki. Það skiptir ekki máli. Það taka allir þátt og eru stoltir,“ sagði Eliza í blíðunni í Rotterdam.Margir vildu ræða við þau Guðna og Elizu á stuðningsmannasvæðinu í dag. Þau gáfu sér smá tíma til að fara yfir málin með Vísi.Vísir/TomHöfðatölusamanburður óþarfur Guðni tók undir orð konu sinnar. „Það er gaman að sjá hvað eru margir hérna. Allir mjög jákvæðir og stoltir af sínum stelpum. Nú bara vonumst við eftir góðum úrslitin,“ sagði Guðni. Um leið gengu eldhressir stuðningsmenn Austurríkis framhjá en þeir voru í miklum minnihluta á stuðningsmannasvæðinu í dag. „Ég held við getum talið þá nánast á fingrum annarrar handar, með fullri virðingu fyrir Austurríkismönnum,“ sagði Guðni. „Það sem er skemmtilegt hérna er að við höfum ekki þurft að grípa til gömlu góðu höfðatölunnar einu sinni til að benda á það hvað við höfum stutt vel við bakið á landsliðinu. Það er gaman að geta átt þetta. Gengi í íþróttum segir ekki endilega allt um gæði samfélags en leyfum okkur þó að njóta að eiga flott íþróttafólk sem ber hróður landsins víða. Það er bara flott. Við eigum að fagna því.“Guðni var mættur snemma í stúkuna ásamt börnum sínum og eiginkonu, Elizu Reid á leik Íslands og Sviss.Vísir/VilhelmLeyfa krökkunum að upplifa EM eins og annað fólk Það hefur vakið athygli á Íslandi og víðar að Guðni og Eliza sitja á meðal almennings á leikjum Íslands, eru klædd í landsliðsbúninginn. Guðni númer 20 og Eliza númer 17. Hann var spurður hvort enginn tæki því illa að þau væru ekki í VIP-stúkunni svokölluðu heldur meðal almennings. „Ég hef verið að ítreka það að það eru aðrir sem koma hingað fyrir Íslands hönd og hafa ákveðnum skyldum að gegna og erum þá á sínum stað á þessum ágæta velli. Við erum bara hérna í fríi, erum með krakkana líka og viljum að þau fái að upplifa þetta eins og annað fólk,“ sagði Guðni. „Auðvitað er það þannig að forráðamenn knattspyrnusambands, ráðherrar, ráðamenn og fleiri þurfa að gegna sínum skyldum. Og það koma leikir þar sem ég verð á mínum stað í stúku og heilsa upp á ráðamenn ríkja. Þetta er ekkert annað en það að mig langar til að njóta leiksins.“Karakterinn Magnús Magnús Magnússon sló í gegn í áramótaskaupinu og hefur troðið upp á skemmtunum hér og þar síðan.RÚVStressaður fyrir víkingaklappinu Guðni segist ætla að taka vel undir í leiknum á eftir eins og hinum tveimur. „Já, ég ætla að gera það og taka líka víkingaklappið,“ sagði Guðni en viðurkenndi að hann væri aðeins stressaður fyrir því. Hann ætti þó ekki að þurfa þess enda öllu vanur, bæði tekið víkingaklappið með nemendum í Kvennaskólanum og grænlenskum börnum á Bessastöðum. „Það er smá Magnús Magnús Magnússon í mér,“ sagði Guðni og vísaði til karakters úr áramótaskaupi sjónvarpsins. Magnús Magnús Magnússon getur ekki tímasett klöppin sín rétt í víkingaklappinu. Eliza heyrði í manni sínum og hafði smá við orð hans að bæta. „Ég verð að bæta því við að það er svolítið mikill Magnús Magnús Magnússon í honum.“Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptökuna hér að neðan. Spjallið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
„Við erum búin að vera næstum því í tvær vikur. Þetta er okkar sumarfrí. Við vorum eina viku i Hollandi og gistum núna í Brussel í Belgíu. Erum núna með tvö börn en vorum hér með öll fjögur áður. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. Eliza var á stuðningsmannavæðinu í Rotterdam í dag ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og tveimur börnum af fjórum. Þar söfnuðust Íslendingar saman til að hita upp fyrir leikinn gegn Austurríki á EM í Hollandi.Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptöku frá útsendingunni neðst í fréttinni. Viðtalið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur.Guðni heimsótti hótel landsliðsins á dögunum og tók þess epísku sjálfu. Á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ.Forseti ÍslandsEinstök upplifun Eliza útskýrði ástæðu þess að þau ákváðu að verja sumarfríinu í Hollandi. „Guðna finnst alltaf svo gaman að koma og fylgjast með íþróttum. Hollandi er svo fjölskylduvænn staður. Það passaði svo vel að vera hérna í nokkrar vikur með börnin. Þetta er búið að vera yndislegt.“ Þau Guðni Eliza segir einstakt að fá að upplifa þann stuðning sem hefur verið í stúkunni á leikjum Íslands hingað til. „Pabbi minn er hér í heimsókn líka og bróðir minn. Þeir voru aðeins að upplifa það líka. En þetta er mjög einstakt, svo margir frá Íslandi hér og allir að hrósa stelpunum okkar. Allir standa og klappa fyrir stelpunum okkar þegar leikirnir eru búnir, hvort sem við vinnum eða ekki. Það skiptir ekki máli. Það taka allir þátt og eru stoltir,“ sagði Eliza í blíðunni í Rotterdam.Margir vildu ræða við þau Guðna og Elizu á stuðningsmannasvæðinu í dag. Þau gáfu sér smá tíma til að fara yfir málin með Vísi.Vísir/TomHöfðatölusamanburður óþarfur Guðni tók undir orð konu sinnar. „Það er gaman að sjá hvað eru margir hérna. Allir mjög jákvæðir og stoltir af sínum stelpum. Nú bara vonumst við eftir góðum úrslitin,“ sagði Guðni. Um leið gengu eldhressir stuðningsmenn Austurríkis framhjá en þeir voru í miklum minnihluta á stuðningsmannasvæðinu í dag. „Ég held við getum talið þá nánast á fingrum annarrar handar, með fullri virðingu fyrir Austurríkismönnum,“ sagði Guðni. „Það sem er skemmtilegt hérna er að við höfum ekki þurft að grípa til gömlu góðu höfðatölunnar einu sinni til að benda á það hvað við höfum stutt vel við bakið á landsliðinu. Það er gaman að geta átt þetta. Gengi í íþróttum segir ekki endilega allt um gæði samfélags en leyfum okkur þó að njóta að eiga flott íþróttafólk sem ber hróður landsins víða. Það er bara flott. Við eigum að fagna því.“Guðni var mættur snemma í stúkuna ásamt börnum sínum og eiginkonu, Elizu Reid á leik Íslands og Sviss.Vísir/VilhelmLeyfa krökkunum að upplifa EM eins og annað fólk Það hefur vakið athygli á Íslandi og víðar að Guðni og Eliza sitja á meðal almennings á leikjum Íslands, eru klædd í landsliðsbúninginn. Guðni númer 20 og Eliza númer 17. Hann var spurður hvort enginn tæki því illa að þau væru ekki í VIP-stúkunni svokölluðu heldur meðal almennings. „Ég hef verið að ítreka það að það eru aðrir sem koma hingað fyrir Íslands hönd og hafa ákveðnum skyldum að gegna og erum þá á sínum stað á þessum ágæta velli. Við erum bara hérna í fríi, erum með krakkana líka og viljum að þau fái að upplifa þetta eins og annað fólk,“ sagði Guðni. „Auðvitað er það þannig að forráðamenn knattspyrnusambands, ráðherrar, ráðamenn og fleiri þurfa að gegna sínum skyldum. Og það koma leikir þar sem ég verð á mínum stað í stúku og heilsa upp á ráðamenn ríkja. Þetta er ekkert annað en það að mig langar til að njóta leiksins.“Karakterinn Magnús Magnús Magnússon sló í gegn í áramótaskaupinu og hefur troðið upp á skemmtunum hér og þar síðan.RÚVStressaður fyrir víkingaklappinu Guðni segist ætla að taka vel undir í leiknum á eftir eins og hinum tveimur. „Já, ég ætla að gera það og taka líka víkingaklappið,“ sagði Guðni en viðurkenndi að hann væri aðeins stressaður fyrir því. Hann ætti þó ekki að þurfa þess enda öllu vanur, bæði tekið víkingaklappið með nemendum í Kvennaskólanum og grænlenskum börnum á Bessastöðum. „Það er smá Magnús Magnús Magnússon í mér,“ sagði Guðni og vísaði til karakters úr áramótaskaupi sjónvarpsins. Magnús Magnús Magnússon getur ekki tímasett klöppin sín rétt í víkingaklappinu. Eliza heyrði í manni sínum og hafði smá við orð hans að bæta. „Ég verð að bæta því við að það er svolítið mikill Magnús Magnús Magnússon í honum.“Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptökuna hér að neðan. Spjallið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira