Hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga í laxeldismálum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2017 22:30 Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. Færeyingar eru komnir mun lengra í laxeldi en við Íslendingar, en þeir hafa líka glímt við erfiðleika í gegnum tíðina. Þó hefur allt gegnið vel frá árinu 2006 eins og til dæmis hjá fyrirtækinu Hiddenfjord sem eru með kvíar í Hestfirði. Hiddenfjord framleiðir um 13 þúsund tonn af slátruðum laxi á ári sem er um 18 prósent af heildarframleiðslunni í Færeyjum en nálgast að vera svipað magn og framleitt er af eldislaxi á Íslandi. Atli Gregersen hefur mikla reynslu af laxeldi í sjó en fyrirtæki hans og bræðra hans hóf laxeldi árið 1982. En það hefur ýmislegt plagað færeysk laxeldisfyrirtæki í gegnum áratugina. „Já, við byrjuðum með allt of mörg fyrirtæki. Það voru um sextíu fyrirtæki í þeim tuttugu fjörðum sem eldi var leyft í. Það leiddi líka til ófriðar þar sem hver kenndi öðrum um það sem afvega fór og smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Síðan var lögum breytt þannig að aðeins væri einn framleiðandi í hverjum firði. En áfram var fiskur allt árið um kring í hverjum firði þar til lögum var breytt árið 2003 þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. Síðan þá hefur allt verið sólarmegin í Færeyjum.“Lögum og reglugerðum hefur verið breytt í gegnum árin til að stuðla að umhverfisvænni og skilvirkari framleiðslu. Fyrir árið 2006 voru allt upp í þrír framleiðendur í hverjum þeim tuttugu fjarða sem laxeldi er leyft í en eftir það má aðeins einn framleiðandi vera í hverjum firði. Og með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum og standa alþjóðlega mjög vel að þessu leyti.Og í baráttunni við laxalúsina hefur ykkur borist liðsauki frá Íslandi?„Já, við fáum hrognkelsi frá Íslandi. Íslenska hrognkelsið er sólgið í færeysta laxalús. Þannig að það hefur gengið mjög vel,“ segir Atli. Mjög gott orð fer af færeyska laxinum á alþjóðamarkaði sem Færeyingar flytja út um allan heim en mest fer þó til Rússlands, eða um 48 prósent, og 35 prósent fara á Bandaríkjamarkað.Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur,“ segir Atli. Þess í stað eigi að setja strangar umhverfisreglur, til dæmis um að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum. Og í þeim heitu umræðum sem nú eiga sér stað vegna fiskeldis á Vestfjörðum er margt vitlausara sem Íslendingar geta gert en að hlusta á Færeyinga. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. Færeyingar eru komnir mun lengra í laxeldi en við Íslendingar, en þeir hafa líka glímt við erfiðleika í gegnum tíðina. Þó hefur allt gegnið vel frá árinu 2006 eins og til dæmis hjá fyrirtækinu Hiddenfjord sem eru með kvíar í Hestfirði. Hiddenfjord framleiðir um 13 þúsund tonn af slátruðum laxi á ári sem er um 18 prósent af heildarframleiðslunni í Færeyjum en nálgast að vera svipað magn og framleitt er af eldislaxi á Íslandi. Atli Gregersen hefur mikla reynslu af laxeldi í sjó en fyrirtæki hans og bræðra hans hóf laxeldi árið 1982. En það hefur ýmislegt plagað færeysk laxeldisfyrirtæki í gegnum áratugina. „Já, við byrjuðum með allt of mörg fyrirtæki. Það voru um sextíu fyrirtæki í þeim tuttugu fjörðum sem eldi var leyft í. Það leiddi líka til ófriðar þar sem hver kenndi öðrum um það sem afvega fór og smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Síðan var lögum breytt þannig að aðeins væri einn framleiðandi í hverjum firði. En áfram var fiskur allt árið um kring í hverjum firði þar til lögum var breytt árið 2003 þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. Síðan þá hefur allt verið sólarmegin í Færeyjum.“Lögum og reglugerðum hefur verið breytt í gegnum árin til að stuðla að umhverfisvænni og skilvirkari framleiðslu. Fyrir árið 2006 voru allt upp í þrír framleiðendur í hverjum þeim tuttugu fjarða sem laxeldi er leyft í en eftir það má aðeins einn framleiðandi vera í hverjum firði. Og með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum og standa alþjóðlega mjög vel að þessu leyti.Og í baráttunni við laxalúsina hefur ykkur borist liðsauki frá Íslandi?„Já, við fáum hrognkelsi frá Íslandi. Íslenska hrognkelsið er sólgið í færeysta laxalús. Þannig að það hefur gengið mjög vel,“ segir Atli. Mjög gott orð fer af færeyska laxinum á alþjóðamarkaði sem Færeyingar flytja út um allan heim en mest fer þó til Rússlands, eða um 48 prósent, og 35 prósent fara á Bandaríkjamarkað.Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur,“ segir Atli. Þess í stað eigi að setja strangar umhverfisreglur, til dæmis um að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum. Og í þeim heitu umræðum sem nú eiga sér stað vegna fiskeldis á Vestfjörðum er margt vitlausara sem Íslendingar geta gert en að hlusta á Færeyinga.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent