Svo gæti farið að kastað verði upp á hver verður formaður KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2017 21:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson vilja verða næsti formaður KSÍ. Úrslitin ráðast á morgun. vísir/anton brink Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið. KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00