Jóhanna Kristjónsdóttir látin Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2017 16:09 Jóhanna Kristjónsdóttir. Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum sem lesa má hér að neðan. Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra. Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri. Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum sem lesa má hér að neðan. Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra. Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri. Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira