Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 12:59 Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi. Vísir/Vilhelm Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12