Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira