Skilti tekið niður vegna stórskemmtilegrar stafsetningarvillu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 14:29 Skiltið og villurnar stórskemmtilegu sem hafa fengið margan Íslendinginn til að brosa í það minnsta út í annað í dag. Estelle Divorne „Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“ Sundlaugar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“
Sundlaugar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira