283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 10:59 Lögreglan hefur nóg að gera í miðborg Reykjavíkur. Vísir/KTD Árið 2016 var tilkynnt um 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. Flestar eru tilkynningarnar vegna minniháttar líkamsárása. Flest þessara ofbeldisbrota koma upp í tengslum við skemmtanalíf í miðborginni um helgar. Um það bil tvö af hverjum þremur tilkynntum ofbeldisbrotum árið 2016 áttu sér stað frá miðnætti til klukkan 7 aðfaranótt laugardags og sunnudags og voru tæp 80 prósent þessara brota skráð inn á skemmtistöðum eða utandyra á þessu svæði að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmenn eru um 90 prósent gerenda í ofbeldismálum í miðborginni og um 80 prósent brotaþola. Tæplega helmingur grunaðra voru á aldrinum 21 til 30 ára og um helmingur brotaþola var á sama aldri. Ekki er algengt að sömu aðilar séu grunaðir í mörgum ofbeldismálum á sama árinu. Um níu prósent grunaðra báru ábyrgð á tveimur eða fleiri ofbeldisbrotum árið 2016. Flestir áttu þátt í tveimur brotum, en tæplega þrjú prósent báru ábyrgð á þremur eða fjórum málum.Ofbeldi í miðborgCreate column chartsÞegar á heildina er litið hefur ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu öllu fjölgað frá árinu 2011. Það ár bárust lögreglunni 679 tilkynningar um ofbeldisbrot, en árið 2015 voru tilkynningarnar aftur á móti orðnar 1.186 og 1.169 árið 2016. Þessi fjölgun skýrist af breyttu verklagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heimilisofbeldismálum sem tók gildi í janúar 2015. Allt til ársins 2015 var hlutfall heimilisofbeldismála í ofbeldisbrotum um það bil 25 prósent, en jókst nokkuð árin 2015 og 2016 eða í rúmlega 40 prósent. Eins urðu breytingar á staðsetningu ofbeldisbrota. Áður en ofangreindar verklagsbreytingar tóku gildi áttu um 40 prósent ofbeldisbrota sér stað í miðborg Reykjavíkur. Eftir breytingarnar lækkaði þetta hlutfall töluvert, eða í tæplega 30 prósent árið 2015 og um 25 prósent árið 2016. Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík. Þá er unnið á uppsetningu á um 30 nýjum eftirlitsmyndavélum í miðborginni auk þess sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun vera með aukið eftirlit á svæðinu um helgar. Tengdar fréttir Munu fjölga myndavélum í miðbænum Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 31. janúar 2017 07:00 Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Runólfur Ágústsson segir að það hafi tekið á að bíða á milli vonar og ótta eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegi líkamsárás í miðborginni. 24. febrúar 2017 22:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Árið 2016 var tilkynnt um 283 líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki borist jafn fáar tilkynningar á einu ári frá því árið 2011 þegar tilkynnt var um 261 brot. Flestar eru tilkynningarnar vegna minniháttar líkamsárása. Flest þessara ofbeldisbrota koma upp í tengslum við skemmtanalíf í miðborginni um helgar. Um það bil tvö af hverjum þremur tilkynntum ofbeldisbrotum árið 2016 áttu sér stað frá miðnætti til klukkan 7 aðfaranótt laugardags og sunnudags og voru tæp 80 prósent þessara brota skráð inn á skemmtistöðum eða utandyra á þessu svæði að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmenn eru um 90 prósent gerenda í ofbeldismálum í miðborginni og um 80 prósent brotaþola. Tæplega helmingur grunaðra voru á aldrinum 21 til 30 ára og um helmingur brotaþola var á sama aldri. Ekki er algengt að sömu aðilar séu grunaðir í mörgum ofbeldismálum á sama árinu. Um níu prósent grunaðra báru ábyrgð á tveimur eða fleiri ofbeldisbrotum árið 2016. Flestir áttu þátt í tveimur brotum, en tæplega þrjú prósent báru ábyrgð á þremur eða fjórum málum.Ofbeldi í miðborgCreate column chartsÞegar á heildina er litið hefur ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu öllu fjölgað frá árinu 2011. Það ár bárust lögreglunni 679 tilkynningar um ofbeldisbrot, en árið 2015 voru tilkynningarnar aftur á móti orðnar 1.186 og 1.169 árið 2016. Þessi fjölgun skýrist af breyttu verklagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heimilisofbeldismálum sem tók gildi í janúar 2015. Allt til ársins 2015 var hlutfall heimilisofbeldismála í ofbeldisbrotum um það bil 25 prósent, en jókst nokkuð árin 2015 og 2016 eða í rúmlega 40 prósent. Eins urðu breytingar á staðsetningu ofbeldisbrota. Áður en ofangreindar verklagsbreytingar tóku gildi áttu um 40 prósent ofbeldisbrota sér stað í miðborg Reykjavíkur. Eftir breytingarnar lækkaði þetta hlutfall töluvert, eða í tæplega 30 prósent árið 2015 og um 25 prósent árið 2016. Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík. Þá er unnið á uppsetningu á um 30 nýjum eftirlitsmyndavélum í miðborginni auk þess sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun vera með aukið eftirlit á svæðinu um helgar.
Tengdar fréttir Munu fjölga myndavélum í miðbænum Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 31. janúar 2017 07:00 Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Runólfur Ágústsson segir að það hafi tekið á að bíða á milli vonar og ótta eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegi líkamsárás í miðborginni. 24. febrúar 2017 22:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Munu fjölga myndavélum í miðbænum Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins 31. janúar 2017 07:00
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00
Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Runólfur Ágústsson segir að það hafi tekið á að bíða á milli vonar og ótta eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegi líkamsárás í miðborginni. 24. febrúar 2017 22:01