Íhuga alvarlega úrsögn úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. apríl 2017 23:31 Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum." Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum."
Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45