ISAVIA segir þjónustu ekki skerta á Vestmannaeyjaflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2017 12:46 Vestmannaeyjaflugvöllur. Vísir/Óskar Friðriksson Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00