Tvöfalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:24 Gestir sundlaugar Akureyrar hafa líklega getað fylkt liði í laugina á góðviðrisdögum það sem af er sumri. Vísir/Auðunn Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira