Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2017 13:30 Í meiningarmun Hafdísar og Tómasar kristallast átakalínur þar sem náttúruverndarsjónarsjónarmiðum og byggðastefnu er stillt upp sem andstæðum. Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða. Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða.
Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira