Enginn umhverfisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Loftslagsfundur SÞ fer nú fram í Bonn og stendur fram í næstu viku. Þar er rætt um útfærslu Parísarsamkomulagsins. Vísir/AFP Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu. Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27