Notkun rafræns kennsluhugbúnaðar áhyggjuefni því upplýsingar um börn gætu ratað úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2017 21:45 Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira