Nágranni óttast kínverskan áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 08:19 Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira